Umfjöllun: Einar Örn snéri á Valsmenn á lokasekúndunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:47 Einar Örn Jónsson. Mynd/Vilhelm Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri). Olís-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Einar Örn Jónsson skoraði sigurmark Hauka rétt fyrir lokaflautið þegar liðið vann 23-22 sigur á Val á Ásvöllum í N1 deild karla í kvöld. Valsmenn höfðu gert vel í að jafna leikinn en Einar Örn átti síðasta orðið. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og komust þremur mörkum yfir í upphafi síðari hálfleiks en Haukarnir skoruðu þá sex mörk í röð og tóku frumkvæðið sem þeir héldu út leikinn. Haukar voru 20-16 yfir þegar tíu mínútur voru eftir en Valsmenn komu sér aftur inn í leikinn og jöfnuðu 22-22 þegar átta sekúndur vorur eftir. Haukar áttu hinsvegar lokaorðið, þeir brunuðu í sókn og Einar Örn skoraði sigurmarkið með glæsilegum snúningi rétt áður en lokaflautið gall. Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka og varði 22 skot en Þórður Rafn Guðmundsson var markahæstur með 6 mörk. Valdimar Þórsson var markahæstur Valsmanna með 7 mörk en Ernir Hrafn Arnarson skoraði 6 mörk. Valsmenn byrjuðu betur og voru komnir í 3-1 eftir fimm mínútna leik en Haukarnir skoruðu þá þrjú mörk og náðu frumkvæðinu. Valsmenn náðu hinsvegar taktinum aftur, léku vel einum manni færri og náðu tveggja marka forustu, 5-7. Ernir Hrafn Arnarson var allt í öllu hjá liðinu á þessum kafla. Haukarnir náðu aftur á móti öðrum góðum kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og náðu eins marks forustu, 8-7. Björgvin Þór Hólmgeirsson byrjaði leikinn á því að henda honum fjórum sinnum frá sér á fyrstu fimm mínútunum og Halldór Ingólfsson setti hann á bekkinn í kjölfarið. Hann kom hinsvegar grimmur aftur inn og skoraði tvö af þessum þremur mörkum. Valsmenn áttu hinsvegar góðan lokaspett í hálfleiknum og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi, 12-10, eftir að hafa unnið síðustu sjö mínútur hálfleiksins 4-1. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, hélt sínum mönnum oft á tíðum á floti í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum þar af sjö þeirra maður á móti manni. Valsmenn skoruðu fyrsta mark seinni hálfleiks og voru þar með komnir þremur mörkum yfir en tveir brottrekstrar á skömmum tíma og lélegar ákvarðanir í mörgum sóknum í röð þýddu að liðið var fljótt að missa forustuna. Haukar skoruðu sex mörk í röð á átta mínútum og komust yfir í 16-13. Valsmenn náðu að jafna leikinn í 16-16 með þremur mörkum í röð en tókst síðan ekki að sigrast á Birki Ívari í níu mínútur og á meðan skoruðu Haukarnir fjögur mörk í röð og komust í 20-16 þegar aðeins tíu mínútur voru eftir. Júlíus Jónasson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og Valsmenn náði að vinna sig inn í leikinn ekki síst þar sem Valdimar Þórsson tók af skarið og reyndist Haukum erfiður á lokakaflanum. Valdimar jafnaði loks leiksins með laglegu gegnumbroti þegar átta sekúndur voru eftir en Haukarnir brunuðu strax í sókn og Einar Örn Jónsson fór inn úr þröngu færi en snéri boltanum glæsilega framhjá Ingvari Guðmundssyni og í Valsmarkið um leið og leiktíminn rann út. Haukar-Valur 23-22 (10-12) Mörk Hauka (Skot): Þórður Rafn Guðmundsson 6/2 (11/3), Björgvin Þór Hólmgeirsson 4 (10), Freyr Brynjarsson 4 (7), Einar Örn Jónsson 3 (3), Stefán Rafn Sigurmannsson 2 (5), Tjörvi Þorgeirsson 2 (7/1), Heimir Óli Heimisson 1 2(1), Jónatan Ingi Jónsson 1 (1). Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22 (44/4, 50%) Hraðaupphlaupsmörk: 6 (Freyr 2, Einar Örn 2, Tjörvi, Stefán) Fiskuð víti: 4 (Jóhann Ingi 2, Einar Örn, Björgvin)Mörk Vals (Skot): Valdimar Þórsson 7 (13), Ernir Hrafn Arnarson 6/4 (8/4), Alexandr Jedic 2 (4), Ásbjörn Stefánsson 2 (5), Einar Örn Guðmundsson 1 (1), Orri Freyr Gíslason 1 (2), Fannar Örn Þorbjörnsson 1 (2), Sturla Ásgeirsson 1 (5), Anton Rúnarsson 1 (5), Jón Björgvin Pétursson (3). Varin skot: Ingvar Guðmundsson 12 (35/2, 34%) Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Sturla, Valdimar, Fannar, Anton) Fiskuð víti: 4 (Valdimar 3, Orri).
Olís-deild karla Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira