Valdabarátta verði lögð á hilluna Ragnhildur Bjarnadóttir skrifar 18. desember 2010 05:45 Undanfarna daga hafa birst fjölmargar góðar greinar í fjölmiðlum um störf hjúkrunarfræðinga og möguleika á aukinni ábyrgð og þátttöku hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar. Vegna gagnrýni sem komið hefur fram á þessar greinar langaði mig að koma eftirfarandi á framfæri. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki í hyggju að „koma í stað lækna". Ef hjúkrunarfræðingar vildu starfa sem læknar myndu þeir fara í læknisfræði, svo einfalt er það. Það er hins vegar gamall og löngu úreltur hugsunarháttur að hjúkrunarfræðingar eigi að starfa sem einhvers konar aðstoðarstétt lækna undir þeirra stjórn og handleiðslu, enda framfarir á sviðinu verið gífurlegar og tímarnir breyttir. Það er leitt þegar umræðu sem þessari er snúið upp í stéttarpólitík og valdabaráttu. Málið snýst ekki um það að ein stétt gangi á lagið til að ræna einhverjum völdum eða réttindum af annarri. Málið snýst um hagsmuni almennings, skjólstæðinganna sem nýta þjónustu heilsugæslunnar. Hagsmuna þeirra er best gætt með góðu aðgengi að þjónustu, og með hagkvæmni í rekstri heilsugæslunnar. Slíkri hagkvæmni verður best náð með góðri samvinnu allra stétta, og með því að hver og ein stétt sinni því sem menntun og hæfni hennar býður uppá. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir fagaðilar sem einnig eru hagkvæmir starfskraftar. Með aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í hinum ýmsu störfum mætti bæta aðgengi skjólstæðinga að þjónustunni á hagkvæman máta og um leið veita heimilislæknum, sem margir hverjir hafa kvartað yfir tímaskorti og miklu álagi, svigrúm til að sinna öðrum og hugsanlega sérhæfðari störfum sem þeir einir hafa menntun og hæfni til. Hjúkrunarfræðingar eru einnig vel hæfir til að meta hvenær þörf er á aðkomu heimilislæknis eða annars fagaðila, og sinna því mikilvægu starfi í forgangsröðun og miðlun innan heilsugæslunnar. Heilsugæslan er mikilvæg þjónustustofnun sem þjónar fólki af öllum stéttum, á öllum aldri og við hinar fjölbreyttustu aðstæður. Heilsugæslan samanstendur af fjölmörgum fagaðilum, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og ýmsum fleirum. Heilsugæslan gæti ekki án neinnar af þessum stéttum verið, og engin stéttanna er annarri merkilegri eða mikilvægari. Heilsugæslan hefur lengi glímt við fjárskort og hefur það einungis versnað í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Það er því nauðsynlegt að endurskoða skipulag heilsugæslunnar með opnum huga og leita hagkvæmra og raunhæfra leiða til að auka aðgengi og bæta þjónustu. Árangur slíkrar endurskoðunar veltur á því að allar fagstéttir heilsugæslunnar setji valdabaráttu og gömul ágreiningsmál á hilluna og vinni saman að betri heilsugæslu fyrir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst fjölmargar góðar greinar í fjölmiðlum um störf hjúkrunarfræðinga og möguleika á aukinni ábyrgð og þátttöku hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar. Vegna gagnrýni sem komið hefur fram á þessar greinar langaði mig að koma eftirfarandi á framfæri. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki í hyggju að „koma í stað lækna". Ef hjúkrunarfræðingar vildu starfa sem læknar myndu þeir fara í læknisfræði, svo einfalt er það. Það er hins vegar gamall og löngu úreltur hugsunarháttur að hjúkrunarfræðingar eigi að starfa sem einhvers konar aðstoðarstétt lækna undir þeirra stjórn og handleiðslu, enda framfarir á sviðinu verið gífurlegar og tímarnir breyttir. Það er leitt þegar umræðu sem þessari er snúið upp í stéttarpólitík og valdabaráttu. Málið snýst ekki um það að ein stétt gangi á lagið til að ræna einhverjum völdum eða réttindum af annarri. Málið snýst um hagsmuni almennings, skjólstæðinganna sem nýta þjónustu heilsugæslunnar. Hagsmuna þeirra er best gætt með góðu aðgengi að þjónustu, og með hagkvæmni í rekstri heilsugæslunnar. Slíkri hagkvæmni verður best náð með góðri samvinnu allra stétta, og með því að hver og ein stétt sinni því sem menntun og hæfni hennar býður uppá. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir fagaðilar sem einnig eru hagkvæmir starfskraftar. Með aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í hinum ýmsu störfum mætti bæta aðgengi skjólstæðinga að þjónustunni á hagkvæman máta og um leið veita heimilislæknum, sem margir hverjir hafa kvartað yfir tímaskorti og miklu álagi, svigrúm til að sinna öðrum og hugsanlega sérhæfðari störfum sem þeir einir hafa menntun og hæfni til. Hjúkrunarfræðingar eru einnig vel hæfir til að meta hvenær þörf er á aðkomu heimilislæknis eða annars fagaðila, og sinna því mikilvægu starfi í forgangsröðun og miðlun innan heilsugæslunnar. Heilsugæslan er mikilvæg þjónustustofnun sem þjónar fólki af öllum stéttum, á öllum aldri og við hinar fjölbreyttustu aðstæður. Heilsugæslan samanstendur af fjölmörgum fagaðilum, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og ýmsum fleirum. Heilsugæslan gæti ekki án neinnar af þessum stéttum verið, og engin stéttanna er annarri merkilegri eða mikilvægari. Heilsugæslan hefur lengi glímt við fjárskort og hefur það einungis versnað í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Það er því nauðsynlegt að endurskoða skipulag heilsugæslunnar með opnum huga og leita hagkvæmra og raunhæfra leiða til að auka aðgengi og bæta þjónustu. Árangur slíkrar endurskoðunar veltur á því að allar fagstéttir heilsugæslunnar setji valdabaráttu og gömul ágreiningsmál á hilluna og vinni saman að betri heilsugæslu fyrir alla landsmenn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar