Valdabarátta verði lögð á hilluna Ragnhildur Bjarnadóttir skrifar 18. desember 2010 05:45 Undanfarna daga hafa birst fjölmargar góðar greinar í fjölmiðlum um störf hjúkrunarfræðinga og möguleika á aukinni ábyrgð og þátttöku hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar. Vegna gagnrýni sem komið hefur fram á þessar greinar langaði mig að koma eftirfarandi á framfæri. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki í hyggju að „koma í stað lækna". Ef hjúkrunarfræðingar vildu starfa sem læknar myndu þeir fara í læknisfræði, svo einfalt er það. Það er hins vegar gamall og löngu úreltur hugsunarháttur að hjúkrunarfræðingar eigi að starfa sem einhvers konar aðstoðarstétt lækna undir þeirra stjórn og handleiðslu, enda framfarir á sviðinu verið gífurlegar og tímarnir breyttir. Það er leitt þegar umræðu sem þessari er snúið upp í stéttarpólitík og valdabaráttu. Málið snýst ekki um það að ein stétt gangi á lagið til að ræna einhverjum völdum eða réttindum af annarri. Málið snýst um hagsmuni almennings, skjólstæðinganna sem nýta þjónustu heilsugæslunnar. Hagsmuna þeirra er best gætt með góðu aðgengi að þjónustu, og með hagkvæmni í rekstri heilsugæslunnar. Slíkri hagkvæmni verður best náð með góðri samvinnu allra stétta, og með því að hver og ein stétt sinni því sem menntun og hæfni hennar býður uppá. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir fagaðilar sem einnig eru hagkvæmir starfskraftar. Með aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í hinum ýmsu störfum mætti bæta aðgengi skjólstæðinga að þjónustunni á hagkvæman máta og um leið veita heimilislæknum, sem margir hverjir hafa kvartað yfir tímaskorti og miklu álagi, svigrúm til að sinna öðrum og hugsanlega sérhæfðari störfum sem þeir einir hafa menntun og hæfni til. Hjúkrunarfræðingar eru einnig vel hæfir til að meta hvenær þörf er á aðkomu heimilislæknis eða annars fagaðila, og sinna því mikilvægu starfi í forgangsröðun og miðlun innan heilsugæslunnar. Heilsugæslan er mikilvæg þjónustustofnun sem þjónar fólki af öllum stéttum, á öllum aldri og við hinar fjölbreyttustu aðstæður. Heilsugæslan samanstendur af fjölmörgum fagaðilum, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og ýmsum fleirum. Heilsugæslan gæti ekki án neinnar af þessum stéttum verið, og engin stéttanna er annarri merkilegri eða mikilvægari. Heilsugæslan hefur lengi glímt við fjárskort og hefur það einungis versnað í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Það er því nauðsynlegt að endurskoða skipulag heilsugæslunnar með opnum huga og leita hagkvæmra og raunhæfra leiða til að auka aðgengi og bæta þjónustu. Árangur slíkrar endurskoðunar veltur á því að allar fagstéttir heilsugæslunnar setji valdabaráttu og gömul ágreiningsmál á hilluna og vinni saman að betri heilsugæslu fyrir alla landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa birst fjölmargar góðar greinar í fjölmiðlum um störf hjúkrunarfræðinga og möguleika á aukinni ábyrgð og þátttöku hjúkrunarfræðinga innan heilsugæslunnar. Vegna gagnrýni sem komið hefur fram á þessar greinar langaði mig að koma eftirfarandi á framfæri. Hjúkrunarfræðingar hafa ekki í hyggju að „koma í stað lækna". Ef hjúkrunarfræðingar vildu starfa sem læknar myndu þeir fara í læknisfræði, svo einfalt er það. Það er hins vegar gamall og löngu úreltur hugsunarháttur að hjúkrunarfræðingar eigi að starfa sem einhvers konar aðstoðarstétt lækna undir þeirra stjórn og handleiðslu, enda framfarir á sviðinu verið gífurlegar og tímarnir breyttir. Það er leitt þegar umræðu sem þessari er snúið upp í stéttarpólitík og valdabaráttu. Málið snýst ekki um það að ein stétt gangi á lagið til að ræna einhverjum völdum eða réttindum af annarri. Málið snýst um hagsmuni almennings, skjólstæðinganna sem nýta þjónustu heilsugæslunnar. Hagsmuna þeirra er best gætt með góðu aðgengi að þjónustu, og með hagkvæmni í rekstri heilsugæslunnar. Slíkri hagkvæmni verður best náð með góðri samvinnu allra stétta, og með því að hver og ein stétt sinni því sem menntun og hæfni hennar býður uppá. Hjúkrunarfræðingar eru vel menntaðir og hæfir fagaðilar sem einnig eru hagkvæmir starfskraftar. Með aukinni þátttöku hjúkrunarfræðinga í hinum ýmsu störfum mætti bæta aðgengi skjólstæðinga að þjónustunni á hagkvæman máta og um leið veita heimilislæknum, sem margir hverjir hafa kvartað yfir tímaskorti og miklu álagi, svigrúm til að sinna öðrum og hugsanlega sérhæfðari störfum sem þeir einir hafa menntun og hæfni til. Hjúkrunarfræðingar eru einnig vel hæfir til að meta hvenær þörf er á aðkomu heimilislæknis eða annars fagaðila, og sinna því mikilvægu starfi í forgangsröðun og miðlun innan heilsugæslunnar. Heilsugæslan er mikilvæg þjónustustofnun sem þjónar fólki af öllum stéttum, á öllum aldri og við hinar fjölbreyttustu aðstæður. Heilsugæslan samanstendur af fjölmörgum fagaðilum, svo sem læknum, hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, sálfræðingum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og ýmsum fleirum. Heilsugæslan gæti ekki án neinnar af þessum stéttum verið, og engin stéttanna er annarri merkilegri eða mikilvægari. Heilsugæslan hefur lengi glímt við fjárskort og hefur það einungis versnað í ljósi ástandsins í þjóðfélaginu. Það er því nauðsynlegt að endurskoða skipulag heilsugæslunnar með opnum huga og leita hagkvæmra og raunhæfra leiða til að auka aðgengi og bæta þjónustu. Árangur slíkrar endurskoðunar veltur á því að allar fagstéttir heilsugæslunnar setji valdabaráttu og gömul ágreiningsmál á hilluna og vinni saman að betri heilsugæslu fyrir alla landsmenn.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun