Alonso mætir óttalaus í lokaslaginn 4. október 2010 13:24 Fernando Alonso fagnar sigri í Singapúr, en hann hefur unnið tvö síðustu mót ársins. Mynd: Getty Images Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn. "'Ég hef verið í sambandi við liðið og veit að í Maranello (bækistöð Ferrari) þá eru allir skýjunum með sigurinn í Singapúr. Þannig á það að vera og ég er ánægður líka, þó ég viti að vandasamt verk sé framundan", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í ummæli hans á heimasíðu Ferrari. "Þessir tveir sigrar sem við höfum unnið í röð, hafa minnkað bilið sem (í stigamótinu) komið var upp, en við erum ekki efstir ennþá. Núna tekur alvaran við og við munum þurfa upplifa sársauka og það er tími fyrir alla að gefa allt sitt í dæmið, án þess að taka skref afturábak." "Það eru fimm ökumenn með augun á titlinum og staðan getur breyst fljótt, eins og við höfum séð oft á þessu ári. Ef einhver af þessum fimm gerir mistök, þá vandast málið fyrir viðkomandi. Ég hef enn trú á því að lykill sé að komast á verðlaunapall og reikna saman stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamótið fer fram í Abu Dhabi í nóvember. "Sigrarnir í Monza og Singapúr fylla menn sjálfstrausti, ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. Möguleikar okkar hafa stundum hangið á bláþræði. Sigur á tveimur mismunandi brautum staðfesta að bíll okkar er traustur og við getum mætt í mótin án ótta", sagði Alonso. Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso hjá Ferrari hefur unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna á eftir Mark Webber. Hann segir vandasamt verk framundan, en fjögur mót eru eftir í lokaslag fimm ökumanna um titilinn. "'Ég hef verið í sambandi við liðið og veit að í Maranello (bækistöð Ferrari) þá eru allir skýjunum með sigurinn í Singapúr. Þannig á það að vera og ég er ánægður líka, þó ég viti að vandasamt verk sé framundan", sagði Alonso í frétt á autosport.com, en vitnað er í ummæli hans á heimasíðu Ferrari. "Þessir tveir sigrar sem við höfum unnið í röð, hafa minnkað bilið sem (í stigamótinu) komið var upp, en við erum ekki efstir ennþá. Núna tekur alvaran við og við munum þurfa upplifa sársauka og það er tími fyrir alla að gefa allt sitt í dæmið, án þess að taka skref afturábak." "Það eru fimm ökumenn með augun á titlinum og staðan getur breyst fljótt, eins og við höfum séð oft á þessu ári. Ef einhver af þessum fimm gerir mistök, þá vandast málið fyrir viðkomandi. Ég hef enn trú á því að lykill sé að komast á verðlaunapall og reikna saman stigin í Abu Dhabi", sagði Alonso, en lokamótið fer fram í Abu Dhabi í nóvember. "Sigrarnir í Monza og Singapúr fylla menn sjálfstrausti, ekki síst þar sem tímabilið hefur verið erfitt. Möguleikar okkar hafa stundum hangið á bláþræði. Sigur á tveimur mismunandi brautum staðfesta að bíll okkar er traustur og við getum mætt í mótin án ótta", sagði Alonso.
Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira