Handbolti

Strákarnir okkar mæta Króatíu á mánudag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert á ferðinni í kvöld.
Róbert á ferðinni í kvöld. Mynd/DIENER/Leena Manhart

Það liggur nú fyrir hvernig framhaldið verður hjá íslenska landsliðinu í handknattleik en liðið vann í kvöld B-riðil Evrópumótsins.

Strákarnir fara því í milliriðil með þrjú stig en tvö efstu lið riðilsins komast í undanúrslit.

Ísland mætir Króatíu á mánudag, Rússarnir bíða á þriðjudag og loks eru það frændur vorir Norðmenn á fimmtudag.

Staðan í milliriðli Íslands:

Króatía    4 stig

Ísland      3 stig

Noregur   2 stig

Austurríki 1 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×