Sigurður Kári neitar að gefa upp styrki 10. júní 2010 06:00 Sigurður Kári Kristjánsson. Þingmaðurinn segist telja að hann hafi veitt fullnægjandi upplýsingar um styrktaraðila sína, enda hafi hann fengið lægri styrki en ýmsir aðrir. fréttablaðið/valli Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007. Sigurður Kári sagði á Alþingi á mánudag að hann hefði „upplýst um þá styrktaraðila sem mér bar skylda til að upplýsa um". Spurður hvar og hvenær hann hafi gert þetta, segir Sigurður að hann hafi tilgreint styrktaraðila vegna prófkjörs 2009 og sent uppgjör vegna prófkjörs 2006 til Ríkisendurskoðunar: „Ég hef fylgt öllum reglum sem mér ber skylda til að fylgja og þar við situr." Í síðarnefndu uppgjöri segir að Sigurður Kári hafi fengið alls 4.650.000 krónur í styrki. Þrír þeirra eru yfir 500.000 krónum, en Ríkisendurskoðun mæltist til þess að styrkveitendur svo hárra styrkja yrðu nafngreindir. Það gerði Sigurður ekki. Styrkveitendur hans eru ýmist kallaðir NN, eða sagt að þeir óski nafnleyndar. Spurður hvort hann ætli að greina frá þessum styrktaraðilum, segir Sigurður að honum beri ekki skylda til þess samkvæmt lögunum. Hann tekur fram að kostnaður hans (4,7 milljónir) sé mun lægri en hjá ýmsum öðrum og styrkirnir dreifðari. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að einn þessara styrkja, 750.000 krónur, hafi komið frá Landsbankanum. Þá eru tveir háir styrkir eftir: einn upp á milljón frá lögaðila og annar upp á hálfa milljón frá einstaklingi. Væri ekki einfaldast að gefa þetta upp? „Ég tel að þær upplýsingar sem ég hef veitt Ríkisendurskoðun séu fullnægjandi og lögum samkvæmt," segir hann. Spurður hvort kjósendur kunni að eiga rétt á að vita um slíka styrki, segir Sigurður að þegar prófkjörið fór fram hafi ákveðnar reglur gilt, sem hann fari eftir. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur viðurkennt að þeir aðilar sem voru sagðir „óska nafnleyndar" í hans uppgjöri hafi í raun ekki gert það. Um hvort styrktaraðilar Sigurðar hafi í raun óskað nafnleyndar, segir Sigurður: „Ég tel að það sé, sá sem annaðist uppgjörið, það er væntanlega þannig, fyrst þetta er tiltekið svona. Ég hef ekkert meira um þetta að segja." klemens@frettabladid.is Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill ekki segja hverjir styrktu hann í prófkjöri 2006 vegna alþingiskosninga 2007. Sigurður Kári sagði á Alþingi á mánudag að hann hefði „upplýst um þá styrktaraðila sem mér bar skylda til að upplýsa um". Spurður hvar og hvenær hann hafi gert þetta, segir Sigurður að hann hafi tilgreint styrktaraðila vegna prófkjörs 2009 og sent uppgjör vegna prófkjörs 2006 til Ríkisendurskoðunar: „Ég hef fylgt öllum reglum sem mér ber skylda til að fylgja og þar við situr." Í síðarnefndu uppgjöri segir að Sigurður Kári hafi fengið alls 4.650.000 krónur í styrki. Þrír þeirra eru yfir 500.000 krónum, en Ríkisendurskoðun mæltist til þess að styrkveitendur svo hárra styrkja yrðu nafngreindir. Það gerði Sigurður ekki. Styrkveitendur hans eru ýmist kallaðir NN, eða sagt að þeir óski nafnleyndar. Spurður hvort hann ætli að greina frá þessum styrktaraðilum, segir Sigurður að honum beri ekki skylda til þess samkvæmt lögunum. Hann tekur fram að kostnaður hans (4,7 milljónir) sé mun lægri en hjá ýmsum öðrum og styrkirnir dreifðari. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að einn þessara styrkja, 750.000 krónur, hafi komið frá Landsbankanum. Þá eru tveir háir styrkir eftir: einn upp á milljón frá lögaðila og annar upp á hálfa milljón frá einstaklingi. Væri ekki einfaldast að gefa þetta upp? „Ég tel að þær upplýsingar sem ég hef veitt Ríkisendurskoðun séu fullnægjandi og lögum samkvæmt," segir hann. Spurður hvort kjósendur kunni að eiga rétt á að vita um slíka styrki, segir Sigurður að þegar prófkjörið fór fram hafi ákveðnar reglur gilt, sem hann fari eftir. Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi hefur viðurkennt að þeir aðilar sem voru sagðir „óska nafnleyndar" í hans uppgjöri hafi í raun ekki gert það. Um hvort styrktaraðilar Sigurðar hafi í raun óskað nafnleyndar, segir Sigurður: „Ég tel að það sé, sá sem annaðist uppgjörið, það er væntanlega þannig, fyrst þetta er tiltekið svona. Ég hef ekkert meira um þetta að segja." klemens@frettabladid.is
Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira