Innlent

„Þetta er pólitísk hýðing“

„Í ríkisstjórnum sem menn tækju alvarlega, væri svona framferði vitaskuld undanfari þess að viðkomandi ráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina,“ segir Einar. Hann er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
„Í ríkisstjórnum sem menn tækju alvarlega, væri svona framferði vitaskuld undanfari þess að viðkomandi ráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina,“ segir Einar. Hann er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, kunni að hirta ráðherrana sína og niðurlægja þá þegar svo beri undir. Tilefni þessarar yfirlýsingar er frumvarp um fækkun ráðuneyta úr tólf í níu sem var lagt fram á Alþingi í gær.

Jóhanna lagði frumvarpið fram en samkvæmt því verður meðal annars iðnaðarráðuneytið og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið sameinað í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um fækkun ráðuneyta.

„Með þessu hefur hún að engu vilja vilja amk. eins ráðherra í ríkisstjórninni, Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra," segir Einar í pistli á heimasíðu sinni. Jón leggst alfarið gegn breytingunum og segir þau áform að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið vera fráleit.

„Í ríkisstjórnum sem menn tækju alvarlega, væri svona framferði vitaskuld undanfari þess að viðkomandi ráðherra yfirgæfi ríkisstjórnina. En það verður ekki í þessu tilviki. Enda tekur enginn núverandi ríkisstjórn alvarlega," segir Einar í pistlinum sem hægt er að lesa hér.

Þá segir Einar að með því að leggja fram frumvarpið sé Jóhanna að undirstrika að hvorki sé tekið mark á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Samfylkingunni né ríkisstjórninni. „Hirtingin er algjör á samstarfsflokknum. Þetta er pólitísk hýðing; og það ofan á allt annað sem á undan er gengið."


Tengdar fréttir

Ætla að fækka ráðuneytum á næsta ári

Frumvarp um að fækka ráðuneytum úr tólf í níu var lagt fram á Alþingi í gær. Það var Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sem lagði frumvarpið fram, en gert er ráð fyrir að lögin taki gildi á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×