Innlent

Kynnir drykkjuhefðir Íslendinga fyrir ferðamönnum

Gestir kunnu að meta mörg afbrigði mjaðarins.
Gestir kunnu að meta mörg afbrigði mjaðarins.

Ölgerðin hóf í síðustu viku að kynna erlendum ferðamönnum drykkjuhefðir og menningu Íslendinga.

Þetta er nýlunda hér á landi en þekkt í annarri mynd í ýmsum löndum, líkt og margir kannast við sem farið hafa í heimsókn í erlend brugghús.

Kynningin er í samstarfi við ferðaþjónustu­fyrirtækið Iceland Excursions. Áfengismenning Íslendinga verður kynnt með þessum hætti í sumar.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir erlenda ferðamenn almennt ánægða með þessa hlið Íslandssögunnar enda áfengir drykkir í forgrunni.

Gestum gefst tækifæri til að smakka á ýmsum drykkjum sem sett hafa mark sitt á Íslandssöguna.

Þar á meðal er mjöður sem bruggaður er hjá Ölgerðinni og líkur því sem talið er að skáldið og höfðinginn Egill Skallagrímsson hafi drukkið fyrir aldamótin 1000. Þá er boðið upp á íslenskt brennivín, sem drukkið er úr staupi í horni.

Farið er yfir hvern drykk í sögulegu samhengi.

Í einni slíkri ferð erlendra gesta í gegnum Íslandssöguna í gær vakti áfengisbannið 1915 og bjórbann eftir það sérstaka kátínu, ekki síst þegar þeim var gefið að súpa af bjórlíki, líku því sem í boði var á öldurhúsum borgarinnar áður en bjór var leyfður hér, eða allt fram í mars árið 1989.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×