Innlent

Mannslát: Litlir yfirborðsáverkar

Göngustígurinn þar sem maðurinn fannst.
Göngustígurinn þar sem maðurinn fannst. Mynd / Egill

Karlmaður á fertugsaldri, sem fannst látinn á gangstétt í Grafarholtinu í morgun, var með litla yfirborðsáverka og margt bendir til þess að hann hafi fallið fram fyrir sig samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Það var vegfarandi sem kom að manninum á gangstígnum snemma í morgun. Stígurinn liggur á milli húsa og upp í hlíð við Reynisvatn.

Ekki er enn búið að útiloka hvort andlát mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en rannsókn lögreglunnar heldur áfram.


Tengdar fréttir

Fannst látinn á gangstétt í Grafarholti

Karlmaður á milli þrítugs og fertugs fannst látinn á gangstétt í Grafarholtinu snemma í morgun. Björgvin Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Vísi að maður sem var á leiðinni til vinnu hefði komið auga á líkama mannsins á gangstéttinni og gert lögreglunni viðvart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×