Innlent

Mikið tjón í bruna á Selfossi

mynd/ívar bjarki lárusson
Mikið tjón varð í bruna þegar eldur kom upp í trésmíðaverkstæðinu Selósi á Selfossi um klukkan tíu í gærkvöldi. Lagði þykkan illþefjandi reyk yfir bæinn og var útlitið ekki gott þegar slökkvilið kom á staðinn að sögn Kristjáns Einarssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu. Slökkvilið lauk störfum um klukkan hálfþrjú í nótt og síðan þá hefur svæðið verið vaktað af lögreglu en rannsókn á orsökum brunans hefst í dag. Talið er líklegt að eldurinn hafi komið upp í lakkklefa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×