Innlent

Fimm hjálparstarfsmenn á Haítí

Hjúkrunarfræðingurinn Gunnar Helgason kom til Haítí í dag. Hann er 21. hjálparstarfsmaður Rauða kross Íslands sem heldur út til starfa við neyðaraðgerðir á Haítí vegna jarðskjálftans í janúar.
Hjúkrunarfræðingurinn Gunnar Helgason kom til Haítí í dag. Hann er 21. hjálparstarfsmaður Rauða kross Íslands sem heldur út til starfa við neyðaraðgerðir á Haítí vegna jarðskjálftans í janúar.
Gunnar Helgason, hjúkrunarfræðingur, kom til Haítí í dag þar sem hann mun starfa næstu vikur fyrir Rauða kross Íslands á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins í Port-au-Prince. Á vegum Rauða kross Íslands eru nú fimm hjálparstarfsmenn á jarðskjálftasvæðinu, þar sem enn ríkir mikil og sár neyð.

Gunnar er 21. hjálparstarfsmaður Rauða kross Íslands sem heldur út til starfa við neyðaraðgerðir á Haítí í kjölfar skjálftans mikla fyrir réttum fimm mánuðum, að því er fram kemur í tilkynningu. Þetta er fyrsta starfsferð hans fyrir Rauða krossinn.

Fyrir á sjúkrahúsinu eru Margrét Rögn Hafsteinsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur, Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir deildarhjúkrunarfræðingur og Elín Jakobína Oddsdóttir bráðahjúkrunarfræðingur. Kristjón Þorkelsson sem er margreyndur sendifulltrúi Rauða kross Íslands á sviði vatnshreinsunar- og hreinlætismála, hefur starfað fyrir Alþjóða Rauða krossinn á Haítí síðan í febrúar og verður áfram við störf fram í miðjan september. Þá kemur fram í tilkynningunni að Bjarni Árnason, bráðalæknir, lauk störfum sínum á sjúkrahúsi finnska og þýska Rauða krossins nú í byrjun júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×