Fréttaskýring: Ísland þykir hentugt fyrir umskipunarstöð 10. júní 2010 05:00 He Guoqiang, flokksritari í stjórnmálanefnd miðstjórnar kínverska kommúnistaflokksins, ræðir við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum um hádegisbil í gær. Tæplega 80 manns komu frá Kína til Íslands í tilefni af opinberri heimsókn flokksritarans. Fréttablaðið/GVA Fjöldi vísindamanna telur að íshellan á norðurpólnum sé að hverfa vegna hlýnunar sjávar. Hér heima eru allmörg ár síðan Þór Jakobsson veðurfræðingur tók að vekja athygli á þeim tækifærum sem bráðnun íssins hefði í för með sér fyrir siglingar. Þessa möguleika hefur Robert Wade, prófessor við London School of Economics, sagt skýra vinsamlegt viðhorf Kína til Íslands, smáríkis í norðri. Robert Wade lýsir þessu viðhorfi í grein sem hann skrifaði í Financial Times í janúar 2008 um aukna þörf á reglusetningu fyrir skipaumferð eftir því sem hlýnaði á Norður-Íshafinu. Í lesendabréfi í mars á þessu ári áréttar hann svo skoðun sína og bendir á að Kína hafi gríðarlega hagsmuni af því að komast með vöruflutningaskip um norðurheimskautið, því leiðin sé miklu styttri en um Súesskurðinn eða odda Suður-Afríku. Wade segir fyrirætlanir uppi í Kína um smíði sérstyrktra flutningaskipa til ferða um Norður-Íshafið. „Farminn yrði svo að flytja í smærri skip sem færu með hann á endanlegan áfangastað. Hvar væri hægt að koma upp slíkri umskipunarhöfn? Eitt augljóst svar er á Íslandi," skrifar hann og bendir á að þetta kunni að skýra vinsemd, umfram það sem venjulegt geti talist, frá Kínverjum í garð Íslendinga. „Kínverska sendiráðið er það langstærsta í Reykjavík," segir hann og vísar einnig til þeirrar viðhafnar sem Kínverjar hafi haft uppi þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007. Þá hafi Kína sýnt framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008 opinberan stuðning og hjálpað til við að afla stuðnings smærri ríkja í Kyrrahafi og Karíbahafi við framboðið. Fleiri hafa orðið til að fjalla um áhuga Kínverja á Íslandi í þessu samhengi, svo sem einn dálkahöfunda Newsweek, William Underhill, í mars síðastliðnum. Þá sagði Þórður Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu Íslands, að töluvert hafi verið um fyrirspurnir frá Kína um fjárfestingarmöguleika á Íslandi, en helst í tengslum við orkufrekan iðnað. Engin formleg fyrirspurn hafi borist um fjárfestingar í hafnaraðstöðu. „Enda er kannski of snemmt að vera að spá í slíkt þar sem töluverður tími er í að norðurskautsleiðin verði opin allt árið," sagði Þórður á þeim tíma, en kvaðst um leið vita af áhuga Kínverja á að smíða flota risavaxinna flutningaskipa til að sigla á þeirri leið í framtíðinni. Ísland er þó ekki eini kosturinn hvað varðar staðsetningu fyrir umskipunarstöð. Nú þegar er til dæmis öll aðstaða fyrir hendi í Rotterdam í Hollandi. Ísland er hins vegar aðili að Norðurskautsráðinu, en það er samstarfsvettvangur þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Þá hafa allmörg lönd fengið áheyrnaraðild að ráðinu og hefur Kína þegar sótt um slíka aðild. Hagsmunir ríkja ráðsins eru ólíkir, en líklegt er að tekist verði á um reglur fyrir fraktflutninga yfir norðurpólinn á vettvangi ráðsins. a Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Fjöldi vísindamanna telur að íshellan á norðurpólnum sé að hverfa vegna hlýnunar sjávar. Hér heima eru allmörg ár síðan Þór Jakobsson veðurfræðingur tók að vekja athygli á þeim tækifærum sem bráðnun íssins hefði í för með sér fyrir siglingar. Þessa möguleika hefur Robert Wade, prófessor við London School of Economics, sagt skýra vinsamlegt viðhorf Kína til Íslands, smáríkis í norðri. Robert Wade lýsir þessu viðhorfi í grein sem hann skrifaði í Financial Times í janúar 2008 um aukna þörf á reglusetningu fyrir skipaumferð eftir því sem hlýnaði á Norður-Íshafinu. Í lesendabréfi í mars á þessu ári áréttar hann svo skoðun sína og bendir á að Kína hafi gríðarlega hagsmuni af því að komast með vöruflutningaskip um norðurheimskautið, því leiðin sé miklu styttri en um Súesskurðinn eða odda Suður-Afríku. Wade segir fyrirætlanir uppi í Kína um smíði sérstyrktra flutningaskipa til ferða um Norður-Íshafið. „Farminn yrði svo að flytja í smærri skip sem færu með hann á endanlegan áfangastað. Hvar væri hægt að koma upp slíkri umskipunarhöfn? Eitt augljóst svar er á Íslandi," skrifar hann og bendir á að þetta kunni að skýra vinsemd, umfram það sem venjulegt geti talist, frá Kínverjum í garð Íslendinga. „Kínverska sendiráðið er það langstærsta í Reykjavík," segir hann og vísar einnig til þeirrar viðhafnar sem Kínverjar hafi haft uppi þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007. Þá hafi Kína sýnt framboði Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna árið 2008 opinberan stuðning og hjálpað til við að afla stuðnings smærri ríkja í Kyrrahafi og Karíbahafi við framboðið. Fleiri hafa orðið til að fjalla um áhuga Kínverja á Íslandi í þessu samhengi, svo sem einn dálkahöfunda Newsweek, William Underhill, í mars síðastliðnum. Þá sagði Þórður Hilmarsson, forstöðumaður Fjárfestingarstofu Íslands, að töluvert hafi verið um fyrirspurnir frá Kína um fjárfestingarmöguleika á Íslandi, en helst í tengslum við orkufrekan iðnað. Engin formleg fyrirspurn hafi borist um fjárfestingar í hafnaraðstöðu. „Enda er kannski of snemmt að vera að spá í slíkt þar sem töluverður tími er í að norðurskautsleiðin verði opin allt árið," sagði Þórður á þeim tíma, en kvaðst um leið vita af áhuga Kínverja á að smíða flota risavaxinna flutningaskipa til að sigla á þeirri leið í framtíðinni. Ísland er þó ekki eini kosturinn hvað varðar staðsetningu fyrir umskipunarstöð. Nú þegar er til dæmis öll aðstaða fyrir hendi í Rotterdam í Hollandi. Ísland er hins vegar aðili að Norðurskautsráðinu, en það er samstarfsvettvangur þeirra landa sem liggja á eða að norðurslóðum. Þá hafa allmörg lönd fengið áheyrnaraðild að ráðinu og hefur Kína þegar sótt um slíka aðild. Hagsmunir ríkja ráðsins eru ólíkir, en líklegt er að tekist verði á um reglur fyrir fraktflutninga yfir norðurpólinn á vettvangi ráðsins. a
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira