Innlent

Fjórtán ára kærir nauðgun

Tvær nauðganir hafa á síðustu dögum verið kærðar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Annars vegar er um að ræða konu á þrítugsaldri sem lagt hefur fram kæru. Hins vegar hefur fjórtán ára stúlka kært nauðgun.

Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var konan stödd í gleðskap þegar meint brot var framið gegn henni.

Unga stúlkan mun hins vegar hafa farið heim með manni sem hún kannaðist við, þar sem hann braut gegn henni. Samkvæmt heimildum blaðsins var áfengi ekki haft um hönd.

Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn málanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×