Tvískiptingin lifir góðu lífi 10. júní 2010 05:00 Framsóknarflokkurinn hefur farið í gegnum allmikla endurnýjun, en ekki þykir öllum nóg um. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er vinsæll formaður í ákveðnum kreðsum, en aðrir vilja opnari stjórnunarstíl. fréttablaðið/stefán Tekist var á um oddvitasætið í borginni og hafði Einar Skúlason þar betur en Óskar Bergsson. Engan veginn hefur gróið um heilt á milli þeirra, eða stuðningsmanna þeirra, og ljóst er að mikið verk er fyrir höndum ef sameina á flokksmenn í Reykjavík. Trúnaðarmenn hafa þó hist að kosningum afstöðnum. Staðreyndin er sú að fulltrúum flokksins í sveitarstjórn fjölgaði um fjórðung og víða unnust miklir sigrar. Það undirstrikar enn og aftur hve flokkurinn er landsbyggðarmiðaður. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að það verði verkefni nýrrar forystu að finna flokknum stað í pólitísku litrófi nútímans. Rótunum á landsbyggðinni verði að flétta saman við höfuðborgarsvæðið, þar sem meirihluti landsmanna býr. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður í janúar 2009 og þótti kjör hans merki um endurnýjun í forystunni. Í kosningunum 2009 tóku margir nýir þingmenn sæti og flokksmenn hafa haldið því á lofti að þeir hafi brugðist við kalli þjóðarinnar um uppgjör og endurnýjun. Enn á ný virðist átakalínan liggja eftir landslaginu. Heimildarmenn flokksins í Reykjavík tala um að þeir hafi fengið að heyra það að sú endurnýjun væri ekki trúverðug. Ekki hafi tekist að koma því að hjá kjósendum að Framsóknarflokkurinn stæði fyrir eitthvað nýtt. Einstrengingslegur málflutningur forystunnar hafi oftar en ekki orðið þeim fjötur um fót. Á móti kemur að á landsbyggðinni, víða að minnsta kosti, hafa menn verið ánægðir með staðfestu forystunnar í málum eins og Icesave og þykir formaðurinn hafa verið skeleggur. Framsóknarmenn þekkja það að forystumenn þeirra séu ekki einhuga og nægir að nefna Halldór Ásgrímsson og Guðna Ágústsson í þeim efnum. Mörgum heimildarmönnum blaðsins ber saman um að flokksmenn séu leiðir á slíku karpi og vilji að forystan leysi sín mál í kyrrþey. Aðrir óttast hins vegar að því fylgi þöggun og að á nýjum tímum verði menn að geta rætt málin og gagnrýnt eins og þarf. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður flokksins, bað forystuna að líta í eigin barm að kosningum loknum. Formaðurinn tók því með tali um gjörningalist og að Guðmundur væri ósvífinn. Þetta þykir mörgum benda til að opin umræða eigi ekki upp á pallborðið hjá núverandi forystu. Þótt þeir Sigmundur og Birkir Jón Jónsson varaformaður séu ekki alltaf sammála, þykja þeir samstiga og halda sínum ágreiningi ekki hátt á lofti. Það þýðir þó ekki að hann sé ekki til staðar. Höskuldur Þór Þórhallsson bauð sig fram gegn Sigmundi í fyrra, en ólíklegt þykir að hann endurtaki leikinn á næsta flokksþingi, sem verður að ári. Þá er ólíklegt að varaformaðurinn hyggi á meiri metorð í þessari lotu. Helst er það Guðmundur Steingrímsson sem nefndur er til sögunnar sem arftaki Sigmundar og orða sumir það þannig að það sé bara spurning um hvenær en ekki hvort hann verði formaður Framsóknarflokksins. Hvort hann leggur í slaginn á fyrsta kjörtímabilinu gegn formanni sem nokkuð góð sátt ríkir um skal ósagt látið. Það er því útlit fyrir að Sigmundar Davíðs bíði það verkefni að endurreisa Framsóknarflokkinn á höfuðborgarsvæðinu, en halda samhliða í fylgið á landsbyggðinni. Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Tekist var á um oddvitasætið í borginni og hafði Einar Skúlason þar betur en Óskar Bergsson. Engan veginn hefur gróið um heilt á milli þeirra, eða stuðningsmanna þeirra, og ljóst er að mikið verk er fyrir höndum ef sameina á flokksmenn í Reykjavík. Trúnaðarmenn hafa þó hist að kosningum afstöðnum. Staðreyndin er sú að fulltrúum flokksins í sveitarstjórn fjölgaði um fjórðung og víða unnust miklir sigrar. Það undirstrikar enn og aftur hve flokkurinn er landsbyggðarmiðaður. Heimildarmönnum blaðsins ber saman um að það verði verkefni nýrrar forystu að finna flokknum stað í pólitísku litrófi nútímans. Rótunum á landsbyggðinni verði að flétta saman við höfuðborgarsvæðið, þar sem meirihluti landsmanna býr. Sigmundur Davíð var kjörinn formaður í janúar 2009 og þótti kjör hans merki um endurnýjun í forystunni. Í kosningunum 2009 tóku margir nýir þingmenn sæti og flokksmenn hafa haldið því á lofti að þeir hafi brugðist við kalli þjóðarinnar um uppgjör og endurnýjun. Enn á ný virðist átakalínan liggja eftir landslaginu. Heimildarmenn flokksins í Reykjavík tala um að þeir hafi fengið að heyra það að sú endurnýjun væri ekki trúverðug. Ekki hafi tekist að koma því að hjá kjósendum að Framsóknarflokkurinn stæði fyrir eitthvað nýtt. Einstrengingslegur málflutningur forystunnar hafi oftar en ekki orðið þeim fjötur um fót. Á móti kemur að á landsbyggðinni, víða að minnsta kosti, hafa menn verið ánægðir með staðfestu forystunnar í málum eins og Icesave og þykir formaðurinn hafa verið skeleggur. Framsóknarmenn þekkja það að forystumenn þeirra séu ekki einhuga og nægir að nefna Halldór Ásgrímsson og Guðna Ágústsson í þeim efnum. Mörgum heimildarmönnum blaðsins ber saman um að flokksmenn séu leiðir á slíku karpi og vilji að forystan leysi sín mál í kyrrþey. Aðrir óttast hins vegar að því fylgi þöggun og að á nýjum tímum verði menn að geta rætt málin og gagnrýnt eins og þarf. Guðmundur Steingrímsson, þingmaður flokksins, bað forystuna að líta í eigin barm að kosningum loknum. Formaðurinn tók því með tali um gjörningalist og að Guðmundur væri ósvífinn. Þetta þykir mörgum benda til að opin umræða eigi ekki upp á pallborðið hjá núverandi forystu. Þótt þeir Sigmundur og Birkir Jón Jónsson varaformaður séu ekki alltaf sammála, þykja þeir samstiga og halda sínum ágreiningi ekki hátt á lofti. Það þýðir þó ekki að hann sé ekki til staðar. Höskuldur Þór Þórhallsson bauð sig fram gegn Sigmundi í fyrra, en ólíklegt þykir að hann endurtaki leikinn á næsta flokksþingi, sem verður að ári. Þá er ólíklegt að varaformaðurinn hyggi á meiri metorð í þessari lotu. Helst er það Guðmundur Steingrímsson sem nefndur er til sögunnar sem arftaki Sigmundar og orða sumir það þannig að það sé bara spurning um hvenær en ekki hvort hann verði formaður Framsóknarflokksins. Hvort hann leggur í slaginn á fyrsta kjörtímabilinu gegn formanni sem nokkuð góð sátt ríkir um skal ósagt látið. Það er því útlit fyrir að Sigmundar Davíðs bíði það verkefni að endurreisa Framsóknarflokkinn á höfuðborgarsvæðinu, en halda samhliða í fylgið á landsbyggðinni.
Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira