Handbolti

Wilbek: Vissum ekki af markvarðabragðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Linz skrifar
Ulrik Wilbek , þjálfari Dana.
Ulrik Wilbek , þjálfari Dana. Mynd/AFP
Ulrik Wilbek hrósaði Austurríkismönnum fyrir góða frammistöðu í leik þeirra gegn Dönum í dag. Danir unnu leikinn, 33-29. Wilbek er landsliðsþjálfari Danmerkur og sagði að þeir hefðu undirbúið sig vel fyrir leikinn.

„Ég hef séð marga leiki með austurríska liðinu og ég vissi vel hvað þeir væru búnir að bæta sig mikið. Þeir spila mjög hratt."

„Við vissum þó ekki af markvarðabragðinu þeirra. Það var snjallt hjá þeim. En þetta var fyrst og fremst góður opnunarleikur á mótinu og mér fannst Austurríki spila vel."

„Ég var líka ánægður með okkar leik og sérstaklega var vörnin okkar góð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×