Húsnæðismál hreyfihamlaðs fólks María Játvarðardóttir skrifar 2. desember 2010 06:00 Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var í fjölmiðlum fjallað um vanda fjölskyldu á Akureyri sem á fatlaðan dreng. Vandi af þessu tagi er algengur á Íslandi. Húsnæði er oft mjög óaðgengilegt fyrir hreyfihamlað fólk. Mikið er um tröppur, bæði utanhúss og innan, mörg hús eru byggð á pöllum og í lægri blokkum eru ekki lyftur. Algengt er að tröppur séu inn í hús. Ef hreyfihamlað fólk vill búa í eldri hluta Reykjavíkurborgar er nánast ekkert húsnæði til sem er aðgengilegt nema nýju, háu blokkirnar á Skúlagötunni. Engin aðstoð er frá hinu opinbera til að gera endurbætur á húsnæði nema hægt er að fá hærri lán hjá Íbúðalánasjóði á sömu kjörum og önnur lán. Algengt er að ef fæðist hreyfihamlað barn í fjölskyldu eða einhver fjölskyldumeðlimur slasast eða veikist að gera þurfi endurbætur á húsnæði eða að fjölskyldan þarf að flytja ef ekki er unnt að breyta húsnæðinu. Oft þarf að stækka baðherbergi, breikka dyr og opna rými. Ef fólk fatlast eða foreldrar eignast fatlað barn þýðir það oftast samdrátt í tekjum fjölskyldunnar því foreldrar geta ekki unnið jafn mikið og áður. Foreldrar fá umönnunargreiðslur en ef útgjöld eru mikil í tengslum við fötlun eða veikindi hrökkva þær ekki til. Það sem mér hefur samt alltaf fundist merkilegast í þessu máli er það að ég hef skilið stefnu stjórnvalda þannig að fatlað fólk og fötluð börn búi sem lengst heima hjá sér og hægt er. Hins vegar hefur verið til sjóður sem heitir Framkvæmdasjóður fatlaðra en hann hefur eingöngu verið notaður til að byggja húsnæði á vegum hins opinbera, sambýli, skammtímavistanir og íbúðakjarna fyrir fatlað fólk. Foreldrar og fullorðið fatlað fólk hefur ekki getað sótt um styrki í þennan sjóð til að bæta aðstæður heima fyrir þannig að fatlað fólk geti búið á eigin heimili með fjölskyldu sinni. Sú félagslega einangrun sem fylgir slæmu aðgengi á Íslandi er samt verst. Þegar ég spyr fjölskyldurnar sem koma til mín hverja þau geti heimsótt með hreyfihamlaða barnið vefst fólki tunga um tönn. Margir geta ekki farið í heimsóknir með fatlaða barnið því allir ættingjarnir búa í óaðgengilegu húsnæði. Þessu til viðbótar má nefna skort á aðgengi að opinberu húsnæði og verslunum. Það er von mín að við stofnun Velferðarráðuneytis verði fundin leið til að styrkja fjölskyldur hreyfihamlaðra til endurbóta og breytinga á húsnæði.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun