Sakamálarannsókn hafin á starfsemi PwC Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. desember 2010 17:40 Tvö erlend ráðgjafarfyrirtæki og slitastjórnir bæði Landsbankans og Glitnis telja vinnubrögð PwC á Íslandi óásættanleg. Nú hefur sérstakur saksóknari hafið sakamálarannsókn á fyrirtækinu. Embætti sérstaks saksóknara hefur hafið sakamálarannsókn á störfum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á Íslandi og er rannsóknin á frumstigi. Hart er nú sótt að fyrirtækinu á mörgum vígstöðvum en stjórnendur þess hafna ásökunum um vanrækslu. Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterouseCoopers á Íslandi í vök að verjast á mörgum vígstöðvum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn félaginu í New York og vill milljarða í skaðabætur. Þá telur slitastjórn Landsbankans að fyrirtækið hafi vanrækt skyldur sínar við endurskoðun ársreikninga bankans. Þá telja tvö erlend fyrirtæki, hið norska Lynx og hið franska Cofisys að vinnubrögð fyrirtækisins hafi verið óásættanleg við endurskoðun á ársreikningum Landsbankans og Glitnis. Og nú hefur embætti sérstaks saksóknara bæst við, því samkvæmt heimildum fréttastofu hefur embættið nú hafið opinbera rannsókn á störfum PwC á Íslandi. Meðal þess sem er verið að kanna eru grunsemdir um brot á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Hinn 1. október á síðasta ári framkvæmdi embættið húsleit hjá PwC og lét síðan fyrirtækin tvö, franska fyrirtækið Cofisys og Lynx Advokatfirma frá Noregi, vinna skýrslur á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað. Fyrirtækin skiluðu síðan niðurstöðum sínum í síðasta mánuði. Brot geta varðað allt að tveggja ára fangelsi Samkvæmt lögum um endurskoðendur ber endurskoðandi ábyrgð á tjóni sem hann eða starfsmenn hans valda í störfum sínum, af ásetningi eða gáleysi. Brot gegn lögum um endurskoðendur geta varðað sektum, niðurfellingu réttinda eða fangelsi allt að tveimur árum. Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PwC, segir að fyrirtækið muni svara þeim ásökunum sem koma fram í erlendu skýrslunum á réttum vettvangi. „Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir sem þarna koma fram og við teljum að við þurfum að bera þetta saman við okkar vinnugögn áður en við getum svarað þessu lið fyrir lið og þá á þeim vettvangi sem við þurfum að svara þessu á," segir Reynir. Rannsókn sérstaks saksóknara er skammt á veg komin samkvæmt upplýsingum fréttastofu, enda fékk embættið erlendu skýrslurnar tvær afhentar fyrir aðeins rúmum mánuði. „Við höfum ekki verið kallaðir til neinnar skýrslutöku, eða það starfsfólk sem vann að endurskoðun bankanna. Þannig að þeirra viðhorf hefur hvergi komið fram ennþá í gögnum saksóknara," segir Reynir Vignir Tengdar fréttir Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11. desember 2010 13:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur hafið sakamálarannsókn á störfum endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers á Íslandi og er rannsóknin á frumstigi. Hart er nú sótt að fyrirtækinu á mörgum vígstöðvum en stjórnendur þess hafna ásökunum um vanrækslu. Endurskoðunarfyrirtækið PriceWaterouseCoopers á Íslandi í vök að verjast á mörgum vígstöðvum. Slitastjórn Glitnis hefur höfðað mál gegn félaginu í New York og vill milljarða í skaðabætur. Þá telur slitastjórn Landsbankans að fyrirtækið hafi vanrækt skyldur sínar við endurskoðun ársreikninga bankans. Þá telja tvö erlend fyrirtæki, hið norska Lynx og hið franska Cofisys að vinnubrögð fyrirtækisins hafi verið óásættanleg við endurskoðun á ársreikningum Landsbankans og Glitnis. Og nú hefur embætti sérstaks saksóknara bæst við, því samkvæmt heimildum fréttastofu hefur embættið nú hafið opinbera rannsókn á störfum PwC á Íslandi. Meðal þess sem er verið að kanna eru grunsemdir um brot á lögum um endurskoðendur og lögum um ársreikninga og lögum um bókhald. Hinn 1. október á síðasta ári framkvæmdi embættið húsleit hjá PwC og lét síðan fyrirtækin tvö, franska fyrirtækið Cofisys og Lynx Advokatfirma frá Noregi, vinna skýrslur á grundvelli þeirra gagna sem þar var aflað. Fyrirtækin skiluðu síðan niðurstöðum sínum í síðasta mánuði. Brot geta varðað allt að tveggja ára fangelsi Samkvæmt lögum um endurskoðendur ber endurskoðandi ábyrgð á tjóni sem hann eða starfsmenn hans valda í störfum sínum, af ásetningi eða gáleysi. Brot gegn lögum um endurskoðendur geta varðað sektum, niðurfellingu réttinda eða fangelsi allt að tveimur árum. Reynir Vignir, framkvæmdastjóri hjá PwC, segir að fyrirtækið muni svara þeim ásökunum sem koma fram í erlendu skýrslunum á réttum vettvangi. „Þetta eru mjög alvarlegar ásakanir sem þarna koma fram og við teljum að við þurfum að bera þetta saman við okkar vinnugögn áður en við getum svarað þessu lið fyrir lið og þá á þeim vettvangi sem við þurfum að svara þessu á," segir Reynir. Rannsókn sérstaks saksóknara er skammt á veg komin samkvæmt upplýsingum fréttastofu, enda fékk embættið erlendu skýrslurnar tvær afhentar fyrir aðeins rúmum mánuði. „Við höfum ekki verið kallaðir til neinnar skýrslutöku, eða það starfsfólk sem vann að endurskoðun bankanna. Þannig að þeirra viðhorf hefur hvergi komið fram ennþá í gögnum saksóknara," segir Reynir Vignir
Tengdar fréttir Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11. desember 2010 13:05 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Sjá meira
Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11. desember 2010 13:05