Kólumbískir flóttamenn til Íslands 11. desember 2010 16:01 Kólumbíska óeirðalögreglan að störfum. Í gær, föstudaginn 10. desember, komu til landsins sex kólumbískir flóttamenn í boði íslenskra stjórnvalda. Þetta eru tvær fjölskyldur, kona á fimmtugsaldri og ungur sonur hennar, og önnur um þrítugt með þrjú börn, þar af dóttir nokkurra mánaða, samkvæmt tilkynningu frá flóttamannanefnd Alþingis. Flóttafólkið kemur hingað til lands frá Ekvador, og hafði flúið ofbeldi, stríðsátök og ofsóknir í heimalandi sínu. Vegna sérstakra aðstæðna fólksins í Ekvador fór Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fram á það við íslensk stjórnvöld að fólkinu yrði veitt hér hæli. Fjölskyldurnar tvær setjast að í Reykjavík og sjá Reykjavíkurborg og Rauði krossinn um móttöku þess. Reykjavíkurborg útvegar fjölskyldunum húsnæði, félagslega ráðgjöf, íslenskunám og samfélagsfræðslu. Börn sækja leik- og grunnskóla í borginni og fá þar sérstakan stuðning, meðal annars með móðurmálskennslu (spænsku). Rauði krossinn útvegar fjölskyldunum húsgögn og annað nauðsynlegt innbú. Stuðningsaðilar á vegum Rauða krossins aðstoða fólkið við að tengjast samfélaginu og verða því innan handar um ýmislegt sem upp kemur við aðlögun í nýju landi. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur heildarumsjón með verkefninu, og hefur flóttamannanefnd séð um undirbúninginn ásamt samstarfsaðilunum. Utanríkisráðuneytið ber kostnaðinn af aðlögunarverkefninu til eins árs. Nú er í þriðja sinn tekið er á móti hópi flóttamanna frá Kólumbíu en alls hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 60 manns frá Kólumbíu frá árinu 2005. Frá árinu 1996 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 312 flóttamönnum í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossinn og sveitarfélög í landinu. Síðari árin hafa slíkir hópar flóttamanna sest hér að árlega en móttaka féll niður í fyrra vegna ástandsins í efnahagsmálum. Með komu fjölskyldnanna tveggja í gær er skipuleg móttaka flóttamanna hafin að nýju, þótt hópurinn sé fámennari en áður tíðkaðist. Standa vonir til að Íslendingar geti hér eftir staðið við fyrirheit sín um árlega móttöku flóttamannahópa í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ. Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Í gær, föstudaginn 10. desember, komu til landsins sex kólumbískir flóttamenn í boði íslenskra stjórnvalda. Þetta eru tvær fjölskyldur, kona á fimmtugsaldri og ungur sonur hennar, og önnur um þrítugt með þrjú börn, þar af dóttir nokkurra mánaða, samkvæmt tilkynningu frá flóttamannanefnd Alþingis. Flóttafólkið kemur hingað til lands frá Ekvador, og hafði flúið ofbeldi, stríðsátök og ofsóknir í heimalandi sínu. Vegna sérstakra aðstæðna fólksins í Ekvador fór Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fram á það við íslensk stjórnvöld að fólkinu yrði veitt hér hæli. Fjölskyldurnar tvær setjast að í Reykjavík og sjá Reykjavíkurborg og Rauði krossinn um móttöku þess. Reykjavíkurborg útvegar fjölskyldunum húsnæði, félagslega ráðgjöf, íslenskunám og samfélagsfræðslu. Börn sækja leik- og grunnskóla í borginni og fá þar sérstakan stuðning, meðal annars með móðurmálskennslu (spænsku). Rauði krossinn útvegar fjölskyldunum húsgögn og annað nauðsynlegt innbú. Stuðningsaðilar á vegum Rauða krossins aðstoða fólkið við að tengjast samfélaginu og verða því innan handar um ýmislegt sem upp kemur við aðlögun í nýju landi. Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur heildarumsjón með verkefninu, og hefur flóttamannanefnd séð um undirbúninginn ásamt samstarfsaðilunum. Utanríkisráðuneytið ber kostnaðinn af aðlögunarverkefninu til eins árs. Nú er í þriðja sinn tekið er á móti hópi flóttamanna frá Kólumbíu en alls hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 60 manns frá Kólumbíu frá árinu 2005. Frá árinu 1996 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 312 flóttamönnum í samvinnu við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Rauða krossinn og sveitarfélög í landinu. Síðari árin hafa slíkir hópar flóttamanna sest hér að árlega en móttaka féll niður í fyrra vegna ástandsins í efnahagsmálum. Með komu fjölskyldnanna tveggja í gær er skipuleg móttaka flóttamanna hafin að nýju, þótt hópurinn sé fámennari en áður tíðkaðist. Standa vonir til að Íslendingar geti hér eftir staðið við fyrirheit sín um árlega móttöku flóttamannahópa í samvinnu við Flóttamannastofnun SÞ.
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira