Framtíð Iceland Airwaves ræðst í lok næstu viku 12. mars 2010 08:00 Ekki sammála Icelandair um eignarhaldið á vörumerkinu Iceland Airwaves.Fréttablaðið/Hörður Að öllum líkindum mun það ráðast í lok næstu viku hvort Icelandair og Reykjavíkurborg gera nýjan samstarfssamning við fyrirtækið Hr. Örlyg vegna Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. „Ég vona að það náist samningar við Icelandair en það er ekki í höfn,“ segir Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi. Fyrirtækið hefur haldið hátíðina undanfarin ellefu ár í samstarfi við Icelandair og Reykjavíkurborg. Síðasti samningur, sem var til fjögurra ára, rann út um áramótin og síðan í haust hafa viðræður gengið hægt fyrir sig. Samkvæmt Þorsteini snúast viðræðurnar að miklu leyti um eignarhald á hinu verðmæta vörumerki Iceland Airwaves. „Það er hluti af því sem verið er að ræða um þessa dagana, hvernig á að skilgreina eignarhaldið á hátíðinni. Við erum ekki sammála um það. Þar stendur eiginlega hnífurinn í kúnni,“ segir Þorsteinn, sem ætlar sér að halda tónlistarhátíð hvort sem Icelandair og Reykjavíkurborg verði með eður ei. Hann er orðinn langeygur eftir svörum frá Icelandair, enda styttist óðum í næstu hátíð sem halda á í haust. „Þetta er búið að taka alltof langan tíma. Ég lagði mikla áherslu á það fyrir hátíðina í fyrra að það myndi ekki myndast óvissutímabil en því miður hefur það gerst. Ég get alveg skilið það að einhverju leyti. Menn eru að horfast í augu við niðurskurð og annað og ekkert alltaf auðvelt kannski að taka svona ákvarðanir.“ Fari svo að Icelandair hætti samstarfinu við Hr. Örlyg ætlar Þorsteinn að fá annan styrktaraðila til liðs við sig og þá er spurningin hvort hátíðin mun kallast Iceland Airwaves eða eitthvað allt annað. Hann býst við því að það skýrist í lok næstu viku hvort samstarfið við Icelandair haldi áfram. Svanhildur Konráðsdóttir, menningar- og ferðamálastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að ákvörðunin um framhaldið liggi hjá Icelandair. „Reykjavíkurborg hefur verið dyggur bakhjarl Iceland Airwaves á mörgum umliðnum árum. Við velkjumst ekki í vafa um hvað þessi hátíð er mikilvæg bæði í menningarlegu tilliti og kynningarlegu tilliti. Það hefur verið tekið frá fjármagn til að styrkja hátíðina áfram á þessu ári og Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að hátíðin verði haldin,“ segir Svanhildur. Ekki náðist í fulltrúa Icelandair við vinnslu fréttarinnar. freyr@frettabladid.is Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira
Að öllum líkindum mun það ráðast í lok næstu viku hvort Icelandair og Reykjavíkurborg gera nýjan samstarfssamning við fyrirtækið Hr. Örlyg vegna Iceland Airwaves-tónlistarhátíðarinnar. „Ég vona að það náist samningar við Icelandair en það er ekki í höfn,“ segir Þorsteinn Stephensen hjá Hr. Örlygi. Fyrirtækið hefur haldið hátíðina undanfarin ellefu ár í samstarfi við Icelandair og Reykjavíkurborg. Síðasti samningur, sem var til fjögurra ára, rann út um áramótin og síðan í haust hafa viðræður gengið hægt fyrir sig. Samkvæmt Þorsteini snúast viðræðurnar að miklu leyti um eignarhald á hinu verðmæta vörumerki Iceland Airwaves. „Það er hluti af því sem verið er að ræða um þessa dagana, hvernig á að skilgreina eignarhaldið á hátíðinni. Við erum ekki sammála um það. Þar stendur eiginlega hnífurinn í kúnni,“ segir Þorsteinn, sem ætlar sér að halda tónlistarhátíð hvort sem Icelandair og Reykjavíkurborg verði með eður ei. Hann er orðinn langeygur eftir svörum frá Icelandair, enda styttist óðum í næstu hátíð sem halda á í haust. „Þetta er búið að taka alltof langan tíma. Ég lagði mikla áherslu á það fyrir hátíðina í fyrra að það myndi ekki myndast óvissutímabil en því miður hefur það gerst. Ég get alveg skilið það að einhverju leyti. Menn eru að horfast í augu við niðurskurð og annað og ekkert alltaf auðvelt kannski að taka svona ákvarðanir.“ Fari svo að Icelandair hætti samstarfinu við Hr. Örlyg ætlar Þorsteinn að fá annan styrktaraðila til liðs við sig og þá er spurningin hvort hátíðin mun kallast Iceland Airwaves eða eitthvað allt annað. Hann býst við því að það skýrist í lok næstu viku hvort samstarfið við Icelandair haldi áfram. Svanhildur Konráðsdóttir, menningar- og ferðamálastjóri hjá Reykjavíkurborg, segir að ákvörðunin um framhaldið liggi hjá Icelandair. „Reykjavíkurborg hefur verið dyggur bakhjarl Iceland Airwaves á mörgum umliðnum árum. Við velkjumst ekki í vafa um hvað þessi hátíð er mikilvæg bæði í menningarlegu tilliti og kynningarlegu tilliti. Það hefur verið tekið frá fjármagn til að styrkja hátíðina áfram á þessu ári og Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir því að hátíðin verði haldin,“ segir Svanhildur. Ekki náðist í fulltrúa Icelandair við vinnslu fréttarinnar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Fleiri fréttir „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Sjá meira