Erlent

Rændu dóttur sinni frá kærastanum

Óli Tynes skrifar
Árekstrar í jarðgöngum eru taldir sérlega hættulegir.
Árekstrar í jarðgöngum eru taldir sérlega hættulegir.

Foreldrar í Noregi hafa verið ákærðir fyrir beita miklu ofbeldi og skapa hættu þegar þeir rændu nítján ára gamalli dóttur sinni frá tuttugu og sjö ára gömlum kærasta hennar.

Unga parið var í bíl sínum á leið frá Bergen og foreldrarnir komu í humátt á eftir ásamt öðrum bíl með fleiri ættingjum.

Þegar komið var inn í Songstad jarðgöngin var bíll unga fólksins króaður af og foreldrarnir óku á hann af miklum krafti.

Stúlkan var svo dregin út úr bíl kærastans með ofbeldi og troðið inn í bíl foreldranna. Þetta olli auðvitað stórhættu fyrir aðra umferð í jarðgöngunum.

Kærastinn upplýsti lögregluna um að foreldrarnir sættu sig ekki við að þau væru saman. Þau vildu að dóttirin giftist öðrum manni sem þau höfðu valið fyrir hana.

Lögreglan fór heim til stúlkunnar og eftir klukkustundar samningaviðræður var henni sleppt út af heimilinu.

Lögreglan handtók svo foreldrana og vin þeirra. Fólkið var á aldrinum 36 til 41. árs. Það er allt frá Miðausturlöndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×