Flóttafjölskyldur frá Kólumbíu hefja nýtt líf fjarri ofbeldi og ofsóknum Anna Stefánsdóttir skrifar 10. desember 2010 13:21 Nýtt líf á Íslandi bíður tveggja flóttafjölskyldna frá Kólumbíu sem íslensk stjórnvöld hafa boðið hingað til lands. Þetta eru einstæðar mæður með börn sín sem hafa orðið að flýja heimaland sitt, mátt sæta ofsóknum og ofbeldi vegna aðstæðna, en einnig vegna kynferðis. Rauði kross Íslands er eitt af mörgum félagasamtökum sem nú standa í 20. sinn að 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins 2010 er Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum, og því þykir mér vel við hæfi að vekja athygli á aðstæðum kólumbísku kvennanna sem munu hefja nýtt líf á Íslandi með aðstoð íslenskra stjórnvalda, Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Borgarastyrjöld hefur geisað linnulítið í Kólumbíu í fjóra áratugi. Skæruliðar heyja blóðuga baráttu gegn stjórnvöldum og glæpahópar vaða uppi. Morð, pyndingar, mannrán og nauðganir eru daglegt brauð í sumum hlutum landsins. Þetta er í þriðja sinn sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna leitar til íslenskra stjórnvalda um að taka á móti konum sem flúið hafa Kólumbíu vegna hræðilegra atburða sem þær hafa orðið fyrir eða vitni að. Konurnar tilheyra hópi sem Sameinuðu þjóðirnar telja vera í sérstakri hættu, og hafa sætt ofbeldi vegna kynferðis síns og stöðu sem einstæðar mæður. Það er ekki að ástæðulausu að konur njóta sérstakrar verndar undir alþjóðlegum mannúðarlögum. Kynbundið ofbeldi er nánast alltaf notað sem vopn á átakasvæðum - vopn sem ekki aðeins hefur áhrif á konurnar sem fyrir ofbeldinu verða heldur einnig á fjölskyldur þeirra. Rauði krossinn hefur áratugum saman unnið að því að veita konum á átakasvæðum sérstaka aðstoð. Fjölmörg verkefni um allan heim á vegum Rauða krossins stuðla að því að styrkja konur sem hafa orðið fórnarlömb kynferðisofbeldis og hjálpa þeim að takast á við lífið á ný. Það er heldur ekki tilviljun að Ísland verður fyrir valinu að veita kólumbísku flóttakonunum hæli. Íslenskt samfélag er vel í stakk búið að taka á móti mæðrunum og börnum þeirra þar sem hér ríkja engir fordómar í garð einstæðra foreldra og ýmis úrræði eru í boði sem gerir þeim kleift að fóta sig í nýju landi og nýju lífi sem gæti reynst erfitt annars staðar. Kólumbísku konunum sem komu með fjölskyldum sínum hingað til lands árin 2005 og 2007 hefur tekist vel að laga sig að íslenskum aðstæðum og hafa sannarlega auðgað íslenskt samfélag. Þær hafa sýnt einstakan kjark og þor við að segja skilið við heimaland sitt og ástvini til að hefja nýtt líf í framandi landi. Oftar en ekki skilur kynbundið ofbeldi eftir sig ör sem ekki eru sjáanleg. Konur sem verða fyrir slíku áfalli lifa oft í ævilöngum ótta. Það er gott að vita til þess að á þessum erfiðu tímum tökum við sem þjóð þátt í því að veita tveimur flóttafjölskyldum til viðbótar skjól, og hjálpa þeim að vinna bug á afleiðingum ofsókna og ofbeldis. Það er gott að geta lagt það á vogarskálarnar á þessum síðasta degi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt líf á Íslandi bíður tveggja flóttafjölskyldna frá Kólumbíu sem íslensk stjórnvöld hafa boðið hingað til lands. Þetta eru einstæðar mæður með börn sín sem hafa orðið að flýja heimaland sitt, mátt sæta ofsóknum og ofbeldi vegna aðstæðna, en einnig vegna kynferðis. Rauði kross Íslands er eitt af mörgum félagasamtökum sem nú standa í 20. sinn að 16 daga alþjóðlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Yfirskrift átaksins 2010 er Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum, og því þykir mér vel við hæfi að vekja athygli á aðstæðum kólumbísku kvennanna sem munu hefja nýtt líf á Íslandi með aðstoð íslenskra stjórnvalda, Reykjavíkurborgar og Rauða krossins. Borgarastyrjöld hefur geisað linnulítið í Kólumbíu í fjóra áratugi. Skæruliðar heyja blóðuga baráttu gegn stjórnvöldum og glæpahópar vaða uppi. Morð, pyndingar, mannrán og nauðganir eru daglegt brauð í sumum hlutum landsins. Þetta er í þriðja sinn sem Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna leitar til íslenskra stjórnvalda um að taka á móti konum sem flúið hafa Kólumbíu vegna hræðilegra atburða sem þær hafa orðið fyrir eða vitni að. Konurnar tilheyra hópi sem Sameinuðu þjóðirnar telja vera í sérstakri hættu, og hafa sætt ofbeldi vegna kynferðis síns og stöðu sem einstæðar mæður. Það er ekki að ástæðulausu að konur njóta sérstakrar verndar undir alþjóðlegum mannúðarlögum. Kynbundið ofbeldi er nánast alltaf notað sem vopn á átakasvæðum - vopn sem ekki aðeins hefur áhrif á konurnar sem fyrir ofbeldinu verða heldur einnig á fjölskyldur þeirra. Rauði krossinn hefur áratugum saman unnið að því að veita konum á átakasvæðum sérstaka aðstoð. Fjölmörg verkefni um allan heim á vegum Rauða krossins stuðla að því að styrkja konur sem hafa orðið fórnarlömb kynferðisofbeldis og hjálpa þeim að takast á við lífið á ný. Það er heldur ekki tilviljun að Ísland verður fyrir valinu að veita kólumbísku flóttakonunum hæli. Íslenskt samfélag er vel í stakk búið að taka á móti mæðrunum og börnum þeirra þar sem hér ríkja engir fordómar í garð einstæðra foreldra og ýmis úrræði eru í boði sem gerir þeim kleift að fóta sig í nýju landi og nýju lífi sem gæti reynst erfitt annars staðar. Kólumbísku konunum sem komu með fjölskyldum sínum hingað til lands árin 2005 og 2007 hefur tekist vel að laga sig að íslenskum aðstæðum og hafa sannarlega auðgað íslenskt samfélag. Þær hafa sýnt einstakan kjark og þor við að segja skilið við heimaland sitt og ástvini til að hefja nýtt líf í framandi landi. Oftar en ekki skilur kynbundið ofbeldi eftir sig ör sem ekki eru sjáanleg. Konur sem verða fyrir slíku áfalli lifa oft í ævilöngum ótta. Það er gott að vita til þess að á þessum erfiðu tímum tökum við sem þjóð þátt í því að veita tveimur flóttafjölskyldum til viðbótar skjól, og hjálpa þeim að vinna bug á afleiðingum ofsókna og ofbeldis. Það er gott að geta lagt það á vogarskálarnar á þessum síðasta degi 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar