Lífið

Kynæsandi eiginmaður

Heidi Klum og Seal virðast alltaf vera jafnhamingjusöm.
Heidi Klum og Seal virðast alltaf vera jafnhamingjusöm.

Þýsku fyrirsætunni Heidi Klum finnst eiginmaður sinn, tónlistarmaðurinn Seal, vera gífurlega kynæsandi.

„Mér finnst hann kynsæsandi vegna þess að hann er óttalaus og er ekki hræddur við að sýna tilfinningar sínar. Hann er mjög kynæsandi því hann kyssir vel og vegna þess að hann getur sungið fyrir framan 25 þúsund manns eina stundina og skipt um bleyju á dóttur sinni þá næstu," segir Klum.

Hjónin endurnýja hjúskaparheit sín á hverju ári og virðast alltaf vera jafnástfangin. Þau eiga fjögur börn saman, þau Leni, Henry, Johan og Lou, sem er aðeins sjö mánaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.