Árni Helgason Spilar skattlagningin með? Árni Helgason skrifar 10. apríl 2010 06:00 Samtök verslunar og þjónustu og VR kynntu á dögunum slagorðið Spilum saman til þess að vekja athygli á því hvernig ólíkir þættir hagkerfisins tengjast saman og hvernig t.d. ákvörðun um að kaupa tiltekna tegund vöru umfram aðra veldur því að atvinna skapast á einum stað en ekki öðrum og svo framvegis. Hugsunin þarna að baki er rétt. Hagkerfið er flókið fyrirbæri þar sem margir þættir tvinnast saman en er ekki vél sem afkastar eftir því hvernig mælitækjunum er snúið. Þetta á einnig við um skattheimtu. Það er mikilvægt að muna að þó það sé freistandi að hækka skattana til að láta vélina framleiða meira þá getur verið að í leiðinni sé verið að valda öðrum og meiri skaða annars staðar. Flóknir og háir skattarÁ tiltölulega stuttum tíma hefur vinstristjórnin innleitt þá stefnu að bæði hækka skatta umtalsvert og flækja skattkerfið til muna. Umfangsmikil og flókin skattheimta hefur áhrif enda verða verðmæti ekki til úr loftinu einu. Þau þarf að skapa og það er gert í atvinnulífinu. Hjá einyrkum, smáfyrirtækjum og stærri fyrirtækjum verða á hverjum degi til vörur og þjónusta sem skapa verðmæti. Tökum dæmi um lítið fyrirtæki með tvo starfsmenn sem selur þjónustu fyrir eina milljón króna á mánuði. Til þess að breyta tekjum fyrirtækisins í laun fyrir starfsmenn þess mætti ef til vill ætla að ekki þyrfti meira til að koma en að hreinlega taka tekjur þess mánaðar og skipta honum á milli starfsmannanna. Svo einfalt er málið þó ekki. Vaskur og tryggingagjaldTil að byrja með þarf fyrirtækið að standa skil á virðisaukaskatti, sem er 25,5% í dag. Af einni milljón króna væru því 745 þúsund krónur afgangs eftir að greiddur hefur verið virðisaukaskattur. Þegar farið er að huga að launagreiðslum verður fyrirtækið að muna að ríkið leggur einnig á fyrirtæki svonefnt tryggingagjald, dulinn skatt sem er 8,65% af þeim launum sem fyrirtækið greiðir út. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa sér að 745 þúsund krónurnar fari óskiptar í laun til starfsmanna heldur verður í fyrstu að taka tryggingagjaldið af. Fyrirtækið verður enn fremur að standa skil á mótframlagi í lífeyrissjóð, sem er 8% af launum. Það standa því ekki eftir nema tæplega 639 þúsund krónur þegar þessir skattar hafa verið teknir með í reikninginn. …og tekjuskatturÁfram er haldið. Af launum til starfsmanna verður að reikna með 4% framlagi fyrirtækisins í lífeyrissjóð. Tekjuskattur er 27% fyrir tekjur á bilinu 200-650 þúsund og til viðbótar reiknast 13,1% útsvar. Að teknu tilliti til persónuafsláttar stendur hvor launamaðurinn um sig eftir með 227.883 krónur útborgaðar. Hið ímyndaða fyrirtæki nær með öðrum orðum einungis að greiða um 45% af því sem kemur inn í tekjur út sem raunveruleg laun. Ríkisvaldið, sveitarfélögin og lífeyrissjóðirnir taka um 55% til sín áður en peningurinn fer út úr fyrirtækinu. …og fleiri gjöldHér þætti mörgum nóg komið. En gjaldtöku hins opinbera í ýmsu formi er langt í frá lokið þótt fyrirtækinu takist að greiða út launin. Margs konar gjaldtöku er laumað inn til viðbótar, t.d. gjaldi fyrir rekstur Ríkisútvarpsins og Framkvæmdasjóð aldraðra. Þeir sem eiga fasteign verða að gera svo vel að greiða fasteignagjöld, þeir sem eiga bifreið greiða bifreiðagjöld og í þokkabót bensíngjald af hverjum dældum bensínlítra. Þeir sem slysast til að kaupa sér rauðvín með steikinni greiða áfengisgjald. Vegna tolla og landbúnaðarstyrkja er matarkarfan hér á landi miklu dýrari en hún þyrfti að vera. Svo mætti lengi telja. Samhengi hlutannaÞað getur því verið ansi villandi að horfa einungis á afmarkaðar prósentur einar sér við að meta hve háir skattar eru. Það er samhengi hlutanna sem máli skiptir og afskipti hins opinbera koma alltof víða fram. Atvinnuleysi er mikið um þessar mundir og kaupmáttur launa hefur dregist verulega saman. Heimili og fyrirtæki hafa horft upp á eigið fé fuðra upp og skuldir aukast. Á sama tíma gefur ríkið ekkert eftir í skattheimtu. Útþensla ríkisvaldsins er síður en svo að minnka, eins og berlega kom í ljós á dögunum þegar fjórar nýjar ríkisstofnanir voru kynntar til leiks. Eitt það besta sem ríkið gæti gert í endurreisninni er að stíga til baka og minnka hlut sinn í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu og VR kynntu á dögunum slagorðið Spilum saman til þess að vekja athygli á því hvernig ólíkir þættir hagkerfisins tengjast saman og hvernig t.d. ákvörðun um að kaupa tiltekna tegund vöru umfram aðra veldur því að atvinna skapast á einum stað en ekki öðrum og svo framvegis. Hugsunin þarna að baki er rétt. Hagkerfið er flókið fyrirbæri þar sem margir þættir tvinnast saman en er ekki vél sem afkastar eftir því hvernig mælitækjunum er snúið. Þetta á einnig við um skattheimtu. Það er mikilvægt að muna að þó það sé freistandi að hækka skattana til að láta vélina framleiða meira þá getur verið að í leiðinni sé verið að valda öðrum og meiri skaða annars staðar. Flóknir og háir skattarÁ tiltölulega stuttum tíma hefur vinstristjórnin innleitt þá stefnu að bæði hækka skatta umtalsvert og flækja skattkerfið til muna. Umfangsmikil og flókin skattheimta hefur áhrif enda verða verðmæti ekki til úr loftinu einu. Þau þarf að skapa og það er gert í atvinnulífinu. Hjá einyrkum, smáfyrirtækjum og stærri fyrirtækjum verða á hverjum degi til vörur og þjónusta sem skapa verðmæti. Tökum dæmi um lítið fyrirtæki með tvo starfsmenn sem selur þjónustu fyrir eina milljón króna á mánuði. Til þess að breyta tekjum fyrirtækisins í laun fyrir starfsmenn þess mætti ef til vill ætla að ekki þyrfti meira til að koma en að hreinlega taka tekjur þess mánaðar og skipta honum á milli starfsmannanna. Svo einfalt er málið þó ekki. Vaskur og tryggingagjaldTil að byrja með þarf fyrirtækið að standa skil á virðisaukaskatti, sem er 25,5% í dag. Af einni milljón króna væru því 745 þúsund krónur afgangs eftir að greiddur hefur verið virðisaukaskattur. Þegar farið er að huga að launagreiðslum verður fyrirtækið að muna að ríkið leggur einnig á fyrirtæki svonefnt tryggingagjald, dulinn skatt sem er 8,65% af þeim launum sem fyrirtækið greiðir út. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa sér að 745 þúsund krónurnar fari óskiptar í laun til starfsmanna heldur verður í fyrstu að taka tryggingagjaldið af. Fyrirtækið verður enn fremur að standa skil á mótframlagi í lífeyrissjóð, sem er 8% af launum. Það standa því ekki eftir nema tæplega 639 þúsund krónur þegar þessir skattar hafa verið teknir með í reikninginn. …og tekjuskatturÁfram er haldið. Af launum til starfsmanna verður að reikna með 4% framlagi fyrirtækisins í lífeyrissjóð. Tekjuskattur er 27% fyrir tekjur á bilinu 200-650 þúsund og til viðbótar reiknast 13,1% útsvar. Að teknu tilliti til persónuafsláttar stendur hvor launamaðurinn um sig eftir með 227.883 krónur útborgaðar. Hið ímyndaða fyrirtæki nær með öðrum orðum einungis að greiða um 45% af því sem kemur inn í tekjur út sem raunveruleg laun. Ríkisvaldið, sveitarfélögin og lífeyrissjóðirnir taka um 55% til sín áður en peningurinn fer út úr fyrirtækinu. …og fleiri gjöldHér þætti mörgum nóg komið. En gjaldtöku hins opinbera í ýmsu formi er langt í frá lokið þótt fyrirtækinu takist að greiða út launin. Margs konar gjaldtöku er laumað inn til viðbótar, t.d. gjaldi fyrir rekstur Ríkisútvarpsins og Framkvæmdasjóð aldraðra. Þeir sem eiga fasteign verða að gera svo vel að greiða fasteignagjöld, þeir sem eiga bifreið greiða bifreiðagjöld og í þokkabót bensíngjald af hverjum dældum bensínlítra. Þeir sem slysast til að kaupa sér rauðvín með steikinni greiða áfengisgjald. Vegna tolla og landbúnaðarstyrkja er matarkarfan hér á landi miklu dýrari en hún þyrfti að vera. Svo mætti lengi telja. Samhengi hlutannaÞað getur því verið ansi villandi að horfa einungis á afmarkaðar prósentur einar sér við að meta hve háir skattar eru. Það er samhengi hlutanna sem máli skiptir og afskipti hins opinbera koma alltof víða fram. Atvinnuleysi er mikið um þessar mundir og kaupmáttur launa hefur dregist verulega saman. Heimili og fyrirtæki hafa horft upp á eigið fé fuðra upp og skuldir aukast. Á sama tíma gefur ríkið ekkert eftir í skattheimtu. Útþensla ríkisvaldsins er síður en svo að minnka, eins og berlega kom í ljós á dögunum þegar fjórar nýjar ríkisstofnanir voru kynntar til leiks. Eitt það besta sem ríkið gæti gert í endurreisninni er að stíga til baka og minnka hlut sinn í atvinnulífinu.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun