Árni Helgason Spilar skattlagningin með? Árni Helgason skrifar 10. apríl 2010 06:00 Samtök verslunar og þjónustu og VR kynntu á dögunum slagorðið Spilum saman til þess að vekja athygli á því hvernig ólíkir þættir hagkerfisins tengjast saman og hvernig t.d. ákvörðun um að kaupa tiltekna tegund vöru umfram aðra veldur því að atvinna skapast á einum stað en ekki öðrum og svo framvegis. Hugsunin þarna að baki er rétt. Hagkerfið er flókið fyrirbæri þar sem margir þættir tvinnast saman en er ekki vél sem afkastar eftir því hvernig mælitækjunum er snúið. Þetta á einnig við um skattheimtu. Það er mikilvægt að muna að þó það sé freistandi að hækka skattana til að láta vélina framleiða meira þá getur verið að í leiðinni sé verið að valda öðrum og meiri skaða annars staðar. Flóknir og háir skattarÁ tiltölulega stuttum tíma hefur vinstristjórnin innleitt þá stefnu að bæði hækka skatta umtalsvert og flækja skattkerfið til muna. Umfangsmikil og flókin skattheimta hefur áhrif enda verða verðmæti ekki til úr loftinu einu. Þau þarf að skapa og það er gert í atvinnulífinu. Hjá einyrkum, smáfyrirtækjum og stærri fyrirtækjum verða á hverjum degi til vörur og þjónusta sem skapa verðmæti. Tökum dæmi um lítið fyrirtæki með tvo starfsmenn sem selur þjónustu fyrir eina milljón króna á mánuði. Til þess að breyta tekjum fyrirtækisins í laun fyrir starfsmenn þess mætti ef til vill ætla að ekki þyrfti meira til að koma en að hreinlega taka tekjur þess mánaðar og skipta honum á milli starfsmannanna. Svo einfalt er málið þó ekki. Vaskur og tryggingagjaldTil að byrja með þarf fyrirtækið að standa skil á virðisaukaskatti, sem er 25,5% í dag. Af einni milljón króna væru því 745 þúsund krónur afgangs eftir að greiddur hefur verið virðisaukaskattur. Þegar farið er að huga að launagreiðslum verður fyrirtækið að muna að ríkið leggur einnig á fyrirtæki svonefnt tryggingagjald, dulinn skatt sem er 8,65% af þeim launum sem fyrirtækið greiðir út. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa sér að 745 þúsund krónurnar fari óskiptar í laun til starfsmanna heldur verður í fyrstu að taka tryggingagjaldið af. Fyrirtækið verður enn fremur að standa skil á mótframlagi í lífeyrissjóð, sem er 8% af launum. Það standa því ekki eftir nema tæplega 639 þúsund krónur þegar þessir skattar hafa verið teknir með í reikninginn. …og tekjuskatturÁfram er haldið. Af launum til starfsmanna verður að reikna með 4% framlagi fyrirtækisins í lífeyrissjóð. Tekjuskattur er 27% fyrir tekjur á bilinu 200-650 þúsund og til viðbótar reiknast 13,1% útsvar. Að teknu tilliti til persónuafsláttar stendur hvor launamaðurinn um sig eftir með 227.883 krónur útborgaðar. Hið ímyndaða fyrirtæki nær með öðrum orðum einungis að greiða um 45% af því sem kemur inn í tekjur út sem raunveruleg laun. Ríkisvaldið, sveitarfélögin og lífeyrissjóðirnir taka um 55% til sín áður en peningurinn fer út úr fyrirtækinu. …og fleiri gjöldHér þætti mörgum nóg komið. En gjaldtöku hins opinbera í ýmsu formi er langt í frá lokið þótt fyrirtækinu takist að greiða út launin. Margs konar gjaldtöku er laumað inn til viðbótar, t.d. gjaldi fyrir rekstur Ríkisútvarpsins og Framkvæmdasjóð aldraðra. Þeir sem eiga fasteign verða að gera svo vel að greiða fasteignagjöld, þeir sem eiga bifreið greiða bifreiðagjöld og í þokkabót bensíngjald af hverjum dældum bensínlítra. Þeir sem slysast til að kaupa sér rauðvín með steikinni greiða áfengisgjald. Vegna tolla og landbúnaðarstyrkja er matarkarfan hér á landi miklu dýrari en hún þyrfti að vera. Svo mætti lengi telja. Samhengi hlutannaÞað getur því verið ansi villandi að horfa einungis á afmarkaðar prósentur einar sér við að meta hve háir skattar eru. Það er samhengi hlutanna sem máli skiptir og afskipti hins opinbera koma alltof víða fram. Atvinnuleysi er mikið um þessar mundir og kaupmáttur launa hefur dregist verulega saman. Heimili og fyrirtæki hafa horft upp á eigið fé fuðra upp og skuldir aukast. Á sama tíma gefur ríkið ekkert eftir í skattheimtu. Útþensla ríkisvaldsins er síður en svo að minnka, eins og berlega kom í ljós á dögunum þegar fjórar nýjar ríkisstofnanir voru kynntar til leiks. Eitt það besta sem ríkið gæti gert í endurreisninni er að stíga til baka og minnka hlut sinn í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu og VR kynntu á dögunum slagorðið Spilum saman til þess að vekja athygli á því hvernig ólíkir þættir hagkerfisins tengjast saman og hvernig t.d. ákvörðun um að kaupa tiltekna tegund vöru umfram aðra veldur því að atvinna skapast á einum stað en ekki öðrum og svo framvegis. Hugsunin þarna að baki er rétt. Hagkerfið er flókið fyrirbæri þar sem margir þættir tvinnast saman en er ekki vél sem afkastar eftir því hvernig mælitækjunum er snúið. Þetta á einnig við um skattheimtu. Það er mikilvægt að muna að þó það sé freistandi að hækka skattana til að láta vélina framleiða meira þá getur verið að í leiðinni sé verið að valda öðrum og meiri skaða annars staðar. Flóknir og háir skattarÁ tiltölulega stuttum tíma hefur vinstristjórnin innleitt þá stefnu að bæði hækka skatta umtalsvert og flækja skattkerfið til muna. Umfangsmikil og flókin skattheimta hefur áhrif enda verða verðmæti ekki til úr loftinu einu. Þau þarf að skapa og það er gert í atvinnulífinu. Hjá einyrkum, smáfyrirtækjum og stærri fyrirtækjum verða á hverjum degi til vörur og þjónusta sem skapa verðmæti. Tökum dæmi um lítið fyrirtæki með tvo starfsmenn sem selur þjónustu fyrir eina milljón króna á mánuði. Til þess að breyta tekjum fyrirtækisins í laun fyrir starfsmenn þess mætti ef til vill ætla að ekki þyrfti meira til að koma en að hreinlega taka tekjur þess mánaðar og skipta honum á milli starfsmannanna. Svo einfalt er málið þó ekki. Vaskur og tryggingagjaldTil að byrja með þarf fyrirtækið að standa skil á virðisaukaskatti, sem er 25,5% í dag. Af einni milljón króna væru því 745 þúsund krónur afgangs eftir að greiddur hefur verið virðisaukaskattur. Þegar farið er að huga að launagreiðslum verður fyrirtækið að muna að ríkið leggur einnig á fyrirtæki svonefnt tryggingagjald, dulinn skatt sem er 8,65% af þeim launum sem fyrirtækið greiðir út. Af þeim sökum er ekki hægt að gefa sér að 745 þúsund krónurnar fari óskiptar í laun til starfsmanna heldur verður í fyrstu að taka tryggingagjaldið af. Fyrirtækið verður enn fremur að standa skil á mótframlagi í lífeyrissjóð, sem er 8% af launum. Það standa því ekki eftir nema tæplega 639 þúsund krónur þegar þessir skattar hafa verið teknir með í reikninginn. …og tekjuskatturÁfram er haldið. Af launum til starfsmanna verður að reikna með 4% framlagi fyrirtækisins í lífeyrissjóð. Tekjuskattur er 27% fyrir tekjur á bilinu 200-650 þúsund og til viðbótar reiknast 13,1% útsvar. Að teknu tilliti til persónuafsláttar stendur hvor launamaðurinn um sig eftir með 227.883 krónur útborgaðar. Hið ímyndaða fyrirtæki nær með öðrum orðum einungis að greiða um 45% af því sem kemur inn í tekjur út sem raunveruleg laun. Ríkisvaldið, sveitarfélögin og lífeyrissjóðirnir taka um 55% til sín áður en peningurinn fer út úr fyrirtækinu. …og fleiri gjöldHér þætti mörgum nóg komið. En gjaldtöku hins opinbera í ýmsu formi er langt í frá lokið þótt fyrirtækinu takist að greiða út launin. Margs konar gjaldtöku er laumað inn til viðbótar, t.d. gjaldi fyrir rekstur Ríkisútvarpsins og Framkvæmdasjóð aldraðra. Þeir sem eiga fasteign verða að gera svo vel að greiða fasteignagjöld, þeir sem eiga bifreið greiða bifreiðagjöld og í þokkabót bensíngjald af hverjum dældum bensínlítra. Þeir sem slysast til að kaupa sér rauðvín með steikinni greiða áfengisgjald. Vegna tolla og landbúnaðarstyrkja er matarkarfan hér á landi miklu dýrari en hún þyrfti að vera. Svo mætti lengi telja. Samhengi hlutannaÞað getur því verið ansi villandi að horfa einungis á afmarkaðar prósentur einar sér við að meta hve háir skattar eru. Það er samhengi hlutanna sem máli skiptir og afskipti hins opinbera koma alltof víða fram. Atvinnuleysi er mikið um þessar mundir og kaupmáttur launa hefur dregist verulega saman. Heimili og fyrirtæki hafa horft upp á eigið fé fuðra upp og skuldir aukast. Á sama tíma gefur ríkið ekkert eftir í skattheimtu. Útþensla ríkisvaldsins er síður en svo að minnka, eins og berlega kom í ljós á dögunum þegar fjórar nýjar ríkisstofnanir voru kynntar til leiks. Eitt það besta sem ríkið gæti gert í endurreisninni er að stíga til baka og minnka hlut sinn í atvinnulífinu.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun