Dimma með þrjú lög á heiðursplötu Alice Cooper 9. september 2010 10:00 Dimma á þrjú lög á heiðursábreiðuplötu tileinkaðri Alice Cooper. Tvö þeirra voru tekin upp á tónleikum hér á landi 2002 en hljómsveitin fór sérstaklega í hljóðver með Dennis Dunaway úr sveitinni frægu til að taka upp þriðja lagið. Dimma átti einnig lag á ábreiðuplötu til heiðurs Queen og gítarleikarinn hárfagri, Brian May, var svo ánægður með útgáfuna að hann sendi Ingólfi Geirdal handskrifað þakkarbréf. Íslenska þungarokkssveitin Dimma á þrjú lög á ábreiðuplötu til heiðurs Alice Cooper sem kemur út 26. október næstkomandi. Tvö þeirra voru tekin upp á tónleikum Dimmu og Michaels Bruce, upprunalega gítarleikarans úr sveitinni, hér á landi 2002 en þriðja lagið var tekið sérstaklega upp með Dennis Dunaway, bassaleikaranum fræga, fyrir áðurnefnda plötu. Ingólfur Geirdal segir þetta vera sér mikið hjartans mál enda séu hann og bróðir hans, Silli sem einnig er meðlimur Dimmu, miklir Alice Cooper-aðdáendur. „Við höfum unnið með bæði Michael og Dennis áður. Dennis samdi náttúrlega með okkur lag á síðustu Dimmu-plötu og við höfum verið í góðu sambandi við hann,“ segir Ingólfur en hann starfar sem töframaður í Svíþjóð og kemur meðal annars fram á ferju sem siglir milli Danmerkur og Svíþjóðar. Dimma hitaði jafnframt upp fyrir Alice Cooper þegar hann kom hingað til lands árið 2005. Þeim fannst lítið tiltökumál að henda í eitt ábreiðulag frá Cooper. „Við tókum upp okkar hluta hér á Íslandi og Dennis sinn í New York,“ segir Ingólfur og bætir því við að þeir hafi ekkert ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. „Lagið heitir Halo of Flies. Það er fremur kaflaskipt og yfir átta mínútur,“ útskýrir Ingólfur en Dimma er nú að undirbúa upptökur á næstu plötu. Þeir neyðast reyndar til að nýta hvern dauðann tíma því á meðan Ingólfur heillar sænska og danska ferjugesti upp úr skónum með töfrabrögðum er Silli á flakki um heiminn með Jónsa, oftast kenndum við Sigur Rós. Hins vegar vill svo skemmtilega til að þetta er ekki fyrsta heiðurs-ábreiðuplatan sem Dimma tekur þátt í því fyrir skemmstu kom út ámóta plata til heiðurs Queen. Og aftur kom Dennis Dunaway við sögu. „Við gerðum okkar eigin útgáfu af We Will Rock You. Þessi útgáfa komst í hendurnar á Brian May og ég fékk síðan í sumar handskrifað bréf frá honum þar sem hann þakkaði mér kærlega vel fyrir þessa útgáfu, hún væri bara nokkuð góð.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira
Íslenska þungarokkssveitin Dimma á þrjú lög á ábreiðuplötu til heiðurs Alice Cooper sem kemur út 26. október næstkomandi. Tvö þeirra voru tekin upp á tónleikum Dimmu og Michaels Bruce, upprunalega gítarleikarans úr sveitinni, hér á landi 2002 en þriðja lagið var tekið sérstaklega upp með Dennis Dunaway, bassaleikaranum fræga, fyrir áðurnefnda plötu. Ingólfur Geirdal segir þetta vera sér mikið hjartans mál enda séu hann og bróðir hans, Silli sem einnig er meðlimur Dimmu, miklir Alice Cooper-aðdáendur. „Við höfum unnið með bæði Michael og Dennis áður. Dennis samdi náttúrlega með okkur lag á síðustu Dimmu-plötu og við höfum verið í góðu sambandi við hann,“ segir Ingólfur en hann starfar sem töframaður í Svíþjóð og kemur meðal annars fram á ferju sem siglir milli Danmerkur og Svíþjóðar. Dimma hitaði jafnframt upp fyrir Alice Cooper þegar hann kom hingað til lands árið 2005. Þeim fannst lítið tiltökumál að henda í eitt ábreiðulag frá Cooper. „Við tókum upp okkar hluta hér á Íslandi og Dennis sinn í New York,“ segir Ingólfur og bætir því við að þeir hafi ekkert ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur. „Lagið heitir Halo of Flies. Það er fremur kaflaskipt og yfir átta mínútur,“ útskýrir Ingólfur en Dimma er nú að undirbúa upptökur á næstu plötu. Þeir neyðast reyndar til að nýta hvern dauðann tíma því á meðan Ingólfur heillar sænska og danska ferjugesti upp úr skónum með töfrabrögðum er Silli á flakki um heiminn með Jónsa, oftast kenndum við Sigur Rós. Hins vegar vill svo skemmtilega til að þetta er ekki fyrsta heiðurs-ábreiðuplatan sem Dimma tekur þátt í því fyrir skemmstu kom út ámóta plata til heiðurs Queen. Og aftur kom Dennis Dunaway við sögu. „Við gerðum okkar eigin útgáfu af We Will Rock You. Þessi útgáfa komst í hendurnar á Brian May og ég fékk síðan í sumar handskrifað bréf frá honum þar sem hann þakkaði mér kærlega vel fyrir þessa útgáfu, hún væri bara nokkuð góð.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Sjá meira