Lífið

Yrsa sögð ein af af arftökum Larsons

Yrsa er að skrifa skáldsögu um þessar mundir en hún verður ekki glæpasaga.
Yrsa er að skrifa skáldsögu um þessar mundir en hún verður ekki glæpasaga.

„Í þessu rosalega bókaflóði finnst mér mikil ánægja að fá að stinga höfðinu aðeins upp úr, þótt það sé ekki meira,“ segir rithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir.

Yrsa er á meðal þeirra höfunda sem bandarískir lesendur munu fylgjast með á næstunni, úr því að fleiri verka er ekki að vænta úr smiðju Stieg Larssons. Hann lést sem kunnugt er árið 2004. Þetta kemur fram í forsíðugrein dagblaðsins New York Times á miðvikudag Í greininni er fjallað um mikla velgengni þríleiks Larssons um Mikael Blomkvist og Lisbeth Salander og sagt að útgefendur og lesendur leiti nú að arftökum Larssons í hópi norrænna höfunda. Þar er Yrsa nefnd sem hugsanlegur kyndilberi, ásamt Henning Mankell, Karin Fossum, Jo Nesbo og Kjell Eriksson.

Yrsa er ánægð með umfjöllunina en segir annað mál hverju hún skili. En er hún aðdáandi Stieg Larsson? „Mér finnst hann mjög skemmtilegur,“ segir hún og bætir við að karakterinn Lisbeth Salander höfði sérstaklega vel til Íslendinga á dag. Yrsa er einnig nefnd í nýrri ævisögu Larssons, Man Who Left Too Soon, þegar höfundurinn Barry Forshaw veltir fyrir sér hvaða norrænu höfundar muni taka við keflinu frá Larsson.

Yrsa er um þessar mundir upptekin við að skrifa nýja skáldsögu sem hún segir vera hrollvekju. „Mig langaði í tilbreytingu, ég virðist hafa þol fyrir fimm bókum í einu,“ segir hún. „Ég skrifaði fimm barnabækur, fimm glæpasögur og nú ætla ég að skrifa draugasögu.“ - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.