Lífið

Bannar dóttur að hitta stráka

Mel B. MYND/BANG Showbiz
Mel B. MYND/BANG Showbiz

Fyrrum Kryddpían Mel B, 35 ára, kom í veg fyrir að dóttir hennar, Phoenix Chi, færi á stefnumót ein síns liðs.

Mel B og eiginmaður hennar, Stephen Belafonte, voru snör í snúningum þegar dóttur Mel, sem er aðeins 11 ára gömul, var boðið út af jafnaldra hennar.

„Mel fannst komið nóg því að hennar mati er Phoenix of ung til að hitta stráka og þegar hún var farin að leiða einn bekkjarfélagann sagði Mel hingað og ekki lengra og bannaði þeim að hittast," er haft eftir vini fjölskyldunnar.

Fyrrum eiginmaður Mel, Jimmy Gulzar, er faðir Phoenix. Mel á einnig 3 ára dóttur, Angel Iris, með Eddie Murphy.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.