Innlent

Vill leggja skilanefndir niður á næstu mánuðum

Helgi Hjörvar vill leggja skilanefnir niður.
Helgi Hjörvar vill leggja skilanefnir niður.

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að skilanefndir bankanna verði lagðar niður á næstu mánuðum. Þetta sagði hann á Alþingi í dag.

Helgi áréttaði að skilanefndir eigi ekki að festast í sessi hér á landi og bendir á að slitastjórnir séu þegar teknar til starfa en þær hafa víðtækar heimildir og því geti þær séð um störf skilanefndanna, eða þau störf sem eru eftir, að mati Helga.

Helgi hvatti svo Gylfa Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, til þess að huga að því að leggja nefndirnar niður.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi kostnað skilanefndanna og slitastjórna allra bankanna harðlega en hann nam um 20 milljarða á síðasta ári. Viðskiptaráðherra fullyrti að þetta þætti ekki háar fjárhæðir miðað við það sem gerist í öðrum löndum.

Vigdís bætti svo um betur og sagðist ætla að leggja fram þingsályktunartillögu um að sérstaka rannsóknarnefnd, í anda rannsóknarnefndar Alþingis, sem tæki út störf skilanefnda bankanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×