Innlent

Björgunarsveit bjargar kindum

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í gærkvöldi til að bjarga kind sem var í sjálfheldu með lamb sitt í Krísuvíkurbjargi, segir í frétt Víkurfrétta.

Bogi Adolfsson hjá Þorbirni segir í fréttinni að þetta sé sennilega í fyrsta skipti sem björgunarsveitin þurfi að bjarga kindum í sjálfheldu.Engu að síður séu björgunarsveitirnar þaulæfðar fyrir aðstæður af öllu tagi og björgunaraðgerð sem þessi sé í raun fín æfing í leiðinni.

Rútubílstjóri kom auga á sauðféð og kallaði  á björgunarsveitina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×