Innlent

Stálu 22 lítrum af bensíni

Tveir piltar voru dæmdir í héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að hafa stolið bensíni og hylmt yfir þjófnaðinn. Annar pilturinn var dæmdur fyrir að brjótast inn í vélsleðakerru og stolið þaðan 22 lítrum af bensíni og hinn pilturinn fyrir að hafa tekið við 10 lítrum af stolna bensíninu og sett á bifreið sína, vitandi að um þýfi var að ræða.

Piltarnir viðurkenndu brot sín og staðfestu atburðarrásina eins og henni var lýst í ákæru. Frestað var ákvörðun refsingar hjá piltinum sem setti bensínið á bifreið sína og fellur hún niður að tveimur árum liðnum haldi hann skilorði.  Pilturinn sem braust inn í kerruna og stal bensíninu var dæmdur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×