Íslenska ríkið hefur verið dæmt til þess að greiða Iceland Excursions Allrahanda ehf., rúmlega milljón krónur auk dráttarvaxta í skaðabætur.
Ástæðan er sú að Ísafjarðarbær fékk einkaleyfi á fólksflutningum innan sveitarfélagsins árið 1997 og var í kjölfarið samið við aðra aðila um aksturinn. Taldi rútufyrirtækið að með þessari ákvörðun hefði það orðið fyrir tekjumissi.
Ekki var fallist á aðalkröfu rútufyrirtækisins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hún hljóðaði upp á 15 milljónir.