Erlent

Neyðarástandi lýst yfir í Tælandi

Mynd/AP

Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra Tælands, hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu. Undanfarnar vikur hafa stjórnarandstæðingar krafist þess að ríkisstjórnin fari frá völdum og að boðað verði til kosninga svo að milljarðamæringurinn Thaksin Shinawatra sem var steypt af stóli sem forsætisráðherra fyrir fjórum árum geti tekið aftur við völdum í landinu.

Í gær þurfti að flytja ráðherra á brott með þyrlum eftir að mótmælendur höfðu brotið sér leið inn í þinghúsið í höfuðborginni Bangkok. Það varð til þess að Vejjajiva ákvað að lýsa yfir neyðarástandi svo stjórnarherinn gæti tekist á við mótmælendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×