Erlent

Fimmtán högg með lögreglukylfu -myndband

Óli Tynes skrifar

Lögregluþjónn í Chicago hefur verið kærður fyrir ofbeldi og brot í starfi eftir að hann barði 28 ára gamlan mann sundur og saman með kylfu sinni.

Lögregluþjónnin hafði stöðvað bíl mannsins fyrir einhverja yfirsjón og dregið hann út. Hann skipaði honum svo að leggjast á hnén.

Þegar maðurinn hlýddi réðst lögregluþjóninn á hann með kylfuna á lofti og barði hann fimmtán högg. Á myndunum má sjá að maðurinn gerði enga tilraun til þess að streitast á móti.

Lögregluþjónninn hættir ekki barsmíðum sínum fyrr en maður kemur út af veitingastað til þess að athuga hvað er um að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×