Erlent

Frækileg björgun í fallhlífarstökki

Óli Tynes skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Tuttugu og fjögurra ára gömul þýsk kona átti vinkonu sinni líf sitt að launa þegar fallhlífarstökk hennar misheppnaðist um síðustu helgi.

Katharina Wagner á að baki um eittþúsund stökk. Á sunnudag fór hún ásamt þrem vinum sínum til þess að fara í frjálsu falli úr 14 þúsund feta hæð.

Þegar hún stökk út slengdi vindgustur henni harkalega utan í skrokk vélarinnar. Hún handleggsbrotnaði og gat ekki kippt í opnunarlínu fallhlífarinnar.

Vinkona hennar sem kom næst á eftir henni sá hvað gerðist. Hún stakk sér á eftir Katharine stýrði sér upp að hlið hennar og opnaði fallhlífina.

Vegna handleggsbrotsins gat Katharine ekki stýrt fallhlíf sinni og rakst utan í ljósastaur í lendingunni.

Læknar segja að hún muni ná sér að fullu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×