Lífið

Feðgarnir Herbert og Svanur með nýtt lag

Feðgarnir Herbert Guðmundsson og Svanur Herbertsson hafa sent frá sér lagið Time.
Feðgarnir Herbert Guðmundsson og Svanur Herbertsson hafa sent frá sér lagið Time.
Feðgarnir Herbert Guðmundsson og Svanur Herbertsson, sem kalla sig Herbertson, hafa sent frá sér lagið Time. Það er fyrsta lagið af væntanlegri plötu þeirra sem er væntanleg með haustinu. Á meðal fleiri sem koma við sögu á plötunni eru Gunnlaugur Briem, Stefán Magnússon, Tryggvi Hübner og Haraldur Þorsteinsson. Í bakröddum eru reynsluboltarnir Magnús og Jóhann.

Útsetningar eru í höndum Herberts og Svans, sem leikur einnig á píanó og hljómborð, ásamt því að semja lögin með föður sínum. Svanur var nýverið kjörinn besti söngvari Músíktilrauna 2010 með tvíeykinu Feeling Blue. Herbert gaf síðast út plötuna Spegill sálarinnar fyrir jólin 2008 þar sem Svanur og bróðir hans Guðmundur spiluðu undir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.