Erlent

Þýskir hermenn fella bandamenn í Afganistan

Þýskir hermenn í Afganistan.
Þýskir hermenn í Afganistan. MYND/AP
Þýskir hermenn á vegum fjölþjóðaliðs Nató í Afganistan felldu í gær að minnsta kosti fimm afganska hermenn fyrir mistök. Afganirnir voru í tveimur ómerktum bifreiðum og höfðu ökumennirnir ekki virt stöðvunarmerki þegar þeir óku upp að bílalest Þjóðverjanna í Kunduz héraði. Þjóðverjarnir voru á leið á svæði þar sem þrír félagar þeirra höfðu legið í valnum eftir bardaga við talíbana.

Talsmenn Nató hafa beðist afsökunar á atvikinu.

Aðkom þýska herliðsins að átökunum hefur verið harðlega gagnrýnd heimafyrir og víst er að atvikið á ekki eftir að auka vinsældir stríðsrekstarins. Rúmlega 5000 þýskir hermenn eru nú í Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×