Spyr siðferðislegra spurninga um mannát í smásögu atlifannar@frettabladid.is skrifar 2. júlí 2010 06:00 Í góðra vina hópi. Ævar er lengst til vinstri á myndinni með sólgleraugu. Myndin er úr sýningunni Stræti hjá Nemendaleikhúsinu. Siðferðilega hliðin á mannáti er viðfangsefni einnar sögunnar í nýju smásagnasafni Ævars Þórs Benediktssonar. Ævar er þekktastur fyrir að hafa leikið ástmann Georgs Bjarnfreðarsonar í Dagvaktinni. „Rassvöðvinn er bestur til átu, en maður lætur heilann og lifrina vera, Maður þarf líka að passa að þvo sér vel um hendurnar, eins og með kjúkling," segir leikarinn Ævar Þór Benediktsson. Nykur sendi á dögunum frá sér smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki eftir Ævar Þór. Bókin er sú fyrsta sem hann skrifar, en hann hefur að eigin sögn dundað sér við skriftir undanfarin ár. Sagan Næst á dagskrá fjallar um matreiðsluþátt þar sem fólk lætur elda sig gegn gjaldi. Ævar lagðist í mikla heimildavinnu fyrir söguna og aflaði sér þekkingar á mannáti. „Ég hafði samband við bæði matgæðinga og líffræðikennara," segir Ævar. „Ég var með alls kyns spurningar um hvernig væri best að matreiða og hvað væri best að matreiða. Ég náði að sjóða saman uppskrift, aðferðir og vinnureglur sem þarf að hafa í huga þegar maður er að elda aðra." Ævar segir sérfræðingana hafa tekið vel í spurningar sínar, þó að einhverjir hafi krafist þess að fá að vita hvernig upplýsingarnar yrðu notaðar. „Einn kennari sagðist ekkert vita um mannát, en fullyrti að fingurgómar brögðuðust best og benti á annan kennara," segir Ævar. Siðferðilegu spurningarnar eru ekki langt undan í sögunni. „Fólkið fórnar sér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hver er munurinn á því og t.d fara í stríð?" spyr Ævar. „Svo er velt upp fleiri spurningum; hvað með lyf sem voru unnin úr föngum í gamla daga, var það mannát? Og eru blóðgjafir mannát?" Ævar fagnar útgáfunni á Kaffitári í Bankastræti í kvöld klukkan 20. Allir eru velkomnir. Það skal tekið fram að mannakjöt verður ekki á boðstólum. Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Siðferðilega hliðin á mannáti er viðfangsefni einnar sögunnar í nýju smásagnasafni Ævars Þórs Benediktssonar. Ævar er þekktastur fyrir að hafa leikið ástmann Georgs Bjarnfreðarsonar í Dagvaktinni. „Rassvöðvinn er bestur til átu, en maður lætur heilann og lifrina vera, Maður þarf líka að passa að þvo sér vel um hendurnar, eins og með kjúkling," segir leikarinn Ævar Þór Benediktsson. Nykur sendi á dögunum frá sér smásagnasafnið Stórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki eftir Ævar Þór. Bókin er sú fyrsta sem hann skrifar, en hann hefur að eigin sögn dundað sér við skriftir undanfarin ár. Sagan Næst á dagskrá fjallar um matreiðsluþátt þar sem fólk lætur elda sig gegn gjaldi. Ævar lagðist í mikla heimildavinnu fyrir söguna og aflaði sér þekkingar á mannáti. „Ég hafði samband við bæði matgæðinga og líffræðikennara," segir Ævar. „Ég var með alls kyns spurningar um hvernig væri best að matreiða og hvað væri best að matreiða. Ég náði að sjóða saman uppskrift, aðferðir og vinnureglur sem þarf að hafa í huga þegar maður er að elda aðra." Ævar segir sérfræðingana hafa tekið vel í spurningar sínar, þó að einhverjir hafi krafist þess að fá að vita hvernig upplýsingarnar yrðu notaðar. „Einn kennari sagðist ekkert vita um mannát, en fullyrti að fingurgómar brögðuðust best og benti á annan kennara," segir Ævar. Siðferðilegu spurningarnar eru ekki langt undan í sögunni. „Fólkið fórnar sér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hver er munurinn á því og t.d fara í stríð?" spyr Ævar. „Svo er velt upp fleiri spurningum; hvað með lyf sem voru unnin úr föngum í gamla daga, var það mannát? Og eru blóðgjafir mannát?" Ævar fagnar útgáfunni á Kaffitári í Bankastræti í kvöld klukkan 20. Allir eru velkomnir. Það skal tekið fram að mannakjöt verður ekki á boðstólum.
Menning Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira