Handbolti

Guðjón Valur: Væri óábyrgt að vera sáttur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Mynd/Diener
Guðjón Valur Sigurðsson segir að íslensku landsliðsmennirnir séu hungraðir í að ná enn betri árangri á EM í handbolta en Ísland mætir Frakklandi í undanúrslitum í dag.

„Það væri frekar óábyrgt og leiðinlegt ef við leikmenn værum bara sáttir," sagði Guðjón Valur við Vísi í gær.

„Við stefndum að því að komast í undanúrslit og eins og ég hef áður sagt þarf margt að ganga upp og gerast svo allir haldist heilir í hópnum."

„En það hefur nú gerst. Menn eru heilir og hungraðir í meira. Það væri auðveldara að vera bara sáttur núna og slaka á með tærnar upp í loft en við ætlum að halda áfram."

„Möguleikarnir eru til staðar gegn Frökkum. Ef allt gengur upp þá vitum við að við eigum góðan möguleika."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×