Guðmundur: Karabatic eins og olíuprammi á fullri ferð Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar 30. janúar 2010 15:31 Guðmundur Guðmundsson. Mynd/DIENER Guðmundur Guðmundsson var skiljanlega heldur niðurlútur eftir tap Íslands fyrir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta í dag.Ísland tapaði leiknum, 36-28, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.Guðmundur sagði fyrir leik að frumskilyrði fyrir því að vinna Frakka væri að spila vel.„Þannig var það bara ekki í dag," sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst til dæmis svolítið sorglegt að við vorum ekki með betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn."„Þá vorum við að afhenda þeim boltann 4-5 sinnum þegar við vorum að reyna línusendingar. Þess í stað fengu þeir boltann, komu í hraðaupphlaup og skoruðu mark."„Þá gerðist það alla vega einu sinni að við fengum tvö mörk á okkur þegar við vorum einum fleiri. Við fengum líka ódýr mörk á okkur úr hornum - allavega þrjú eða fjögur."„Þetta eru lykilatriðin gagnvart því að við vorum ekki yfir í fyrri hálfleik eða héldum alla vega jöfnu," sagði Guðmundur.„Í sjálfu sér var ég mjög ánægður með sóknina í fyrri hálfleik og hún gekk í raun alveg eins og við ætluðum okkur."En þá kom þessi slæma byrjun í síðari hálfleik og segir Guðmundur að hún hafi gert út um leikinn.„Við byrjuðum mjög illa og fengum átta af fyrstu ellefu mörkunum á okkur. Þá sigldu þeir einfaldlega fram úr okkur. Við reyndum ýmislegt til að ná þeim aftur en það bara dugði ekki til."„En það sem ég er svekktastur með að við vorum að afhenda þeim boltann allt of oft. Það bara má ekki gegn Frökkum."Nikola Karabatic átti nánast fullkominn leik í kvöld. Guðmundur hristi hausinn þegar hann var spurður hvort íslensku varnarmennirnir hefðu átt að fara betur út í hann.„Það var allt reynt í þessu. Við vorum búnir að fara yfir þetta 100 sinnum. Það er bara ekki hlaupið að því að stöðva hann. Það er bara svoleiðis. Hann er eins og olíuprammi sem kemur á fullri ferð á mann." Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson var skiljanlega heldur niðurlútur eftir tap Íslands fyrir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumeistaramótsins í handbolta í dag.Ísland tapaði leiknum, 36-28, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.Guðmundur sagði fyrir leik að frumskilyrði fyrir því að vinna Frakka væri að spila vel.„Þannig var það bara ekki í dag," sagði Guðmundur eftir leikinn. „Mér fannst til dæmis svolítið sorglegt að við vorum ekki með betri stöðu eftir fyrri hálfleikinn."„Þá vorum við að afhenda þeim boltann 4-5 sinnum þegar við vorum að reyna línusendingar. Þess í stað fengu þeir boltann, komu í hraðaupphlaup og skoruðu mark."„Þá gerðist það alla vega einu sinni að við fengum tvö mörk á okkur þegar við vorum einum fleiri. Við fengum líka ódýr mörk á okkur úr hornum - allavega þrjú eða fjögur."„Þetta eru lykilatriðin gagnvart því að við vorum ekki yfir í fyrri hálfleik eða héldum alla vega jöfnu," sagði Guðmundur.„Í sjálfu sér var ég mjög ánægður með sóknina í fyrri hálfleik og hún gekk í raun alveg eins og við ætluðum okkur."En þá kom þessi slæma byrjun í síðari hálfleik og segir Guðmundur að hún hafi gert út um leikinn.„Við byrjuðum mjög illa og fengum átta af fyrstu ellefu mörkunum á okkur. Þá sigldu þeir einfaldlega fram úr okkur. Við reyndum ýmislegt til að ná þeim aftur en það bara dugði ekki til."„En það sem ég er svekktastur með að við vorum að afhenda þeim boltann allt of oft. Það bara má ekki gegn Frökkum."Nikola Karabatic átti nánast fullkominn leik í kvöld. Guðmundur hristi hausinn þegar hann var spurður hvort íslensku varnarmennirnir hefðu átt að fara betur út í hann.„Það var allt reynt í þessu. Við vorum búnir að fara yfir þetta 100 sinnum. Það er bara ekki hlaupið að því að stöðva hann. Það er bara svoleiðis. Hann er eins og olíuprammi sem kemur á fullri ferð á mann."
Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Fleiri fréttir Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sjá meira