Handbolti

Vignir: Vorum sjálfum okkur verstir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson er hér búnir að missa af Nicola Karabatic.
Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson er hér búnir að missa af Nicola Karabatic. Mynd/DIENER
Vignir Svavarsson játaði því að íslensku landsliðsstrákarnir hafi verið sjálfum sér verstir í leik þeirra gegn Frökkum á undanúrslitum EM í handbolta í dag.

„Ég tel að við vorum að spila okkar lélegasta leik á mótinu og já, við vorum sjálfum okkur verstir," sagði Vignir.

„Við stóðum ekki vörnina nógu vel og gerðum allt of mikið af tæknilegum mistökum. Við nýttum svo færin ekki nógu vel og héldum okkur ekki við þá hugmyndafræði sem við höfum lagt upp með."

Það er oft sagt að enginn spili betur en andstæðingurinn leyfir og Vignir gat tekið að það átti einnig við í dag, að hluta til að minnsta kosti.

„Eflaust er það svo að hluta til. Það er alltaf þannig í þessari íþrótt. Þeir hafa örugglega kortlagt okkur eins vel og við gerðum þá. En það var bara ekki nóg."

Vignir segir að þrátt fyrir allt hafi það verið gaman að standa vörnina gagnvart gríðarsterkum sóknarmönnum franska liðsins.

„Þetta eru margir af bestu handboltamönnum í heimi og það var áskorun að takast á við það. Mér fannst það gaman á meðan því stóð."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×