Handbolti

Wenta: Frekar Frakkland en Ísland í úrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Vín skrifar
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands.
Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands. Mynd/AP

Bogdan Wenta, landsliðsþjálfari Póllands, er feginn því að þurfa ekki að mæta Íslendingum í undanúrslitum EM í handbolta.

Pólland mætir Króatíu í síðari undanúrslitaviðureign dagsins en nú klukkan 13.00 eigast við Frakkland og Ísland.

„Ég vona að við vinnum Króatíu og Frökkum takist að sigra gegn Íslandi. Þá fáum við annað tækifæri gegn Frökkum," sagði Wenta en Pólland tapaði fyrir Frakklandi í lokaumferð milliriðlakeppninnar.

Marcin Lijewski telur að það sé betra fyrir Póljverja að mæta Króötum í undanúrslitum.

„Íslendingar virðast vera í mjög góðu formi og okkur hefur gengið illa með Ísland í gegnum tíðina. Það voru Íslendingar sem slógu okkur úr leik á Ólympíuleikunum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×