Handbolti

Ragnar: Ég er töluvert betri en Óli í þessu hlutverki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Óskarsson.
Ragnar Óskarsson. Mynd/AFP
Ragnar Óskarsson var steinhissa þegar Guðmundur landsliðsþjálfari kallaði hann skyndilega á landsliðsæfingu í morgun en landsliðsmaðurinn var í viðtali í kvöldfréttum stöðvar 2 í kvöld.

„Þetta kom mér í opna skjöld því hópurinn er bara það sterkur og það eru menn sem eru betri en ég og á undan mér inn í hópinn. Ég átti ekki von á þessu það voru eiginlega allir komnir inn," sagði Ragnar sem lék með liðinu í undankeppninni.

„Ég var með smá hlutverk í sumar þegar mikið var um meiðsli en nú átti ég ekki endilega von á þessu," sagði Ragnar og hann var léttur í lundu í viðtalinu.

„Ég er eiginlega bestur í þessu hlutverki af þessum strákum að vera sautjándi maður og vera að koma inn rétt fyrir mót. Ég hef verið í þessu svolítið og ég er töluvert betri en Óli í slíku hlutverki þannig að það verður einhver að vera í því," sagði Ragnar.

Hann heldur samt í vonina um að komast með á Evrópumótið sem hefst eftir tvær vikur. "Ég ætla að vona að ég verði með í Austurríki en það verður bara að koma í ljós," sagði Ragnar að lokum í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×