Enski boltinn

Eriksson yfirgefur Notts County

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Sven-Göran Eriksson er hættur sem yfirmaður knattspyrnumála hjá enska liðinu Notts County. Hann verður engu að síður heiðursforseti hjá félaginu.

Þau plön sem lagt var upp með er Eriksson kom til félagsins hafa ekki gengið eftir og Ray Trew var að kaupa félagið á eitt pund enda er það svo gott sem gjaldþrota.

Liðið skuldar 1,5 milljónir punda og hefur skipt þrisvar um eigendur á þessu tímabili.

Eriksson mun áfram veita félaginu einhverja ráðgjöf en hann fær mikið hrós fyrir starf sitt hjá félaginu. Er sagður hafa mætt á allar æfingar og verið boðinn og búinn til þess að aðstoða alla.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×