Eigi skal höggva Vífill Karlsson skrifar 16. nóvember 2010 06:00 Í Borgarfirði hefur þáttur menntamanna og menntastofnana verið athyglisverður og áberandi í gegnum tíðina. Verk Snorra Sturlusonar eru gjarnan tíunduð í þessu samhengi. Þá var athyglisvert skólastarf á Hvítárbakka á 19. öld. Upp úr miðri 20. öld störfuðu 5 skólar á framhaldsskólastigi: Samvinnuskólinn á Bifröst, Iðnskólinn í Borgarnesi, Reykholtsskóli, Húsmæðraskólinn á Varmalandi og Bændaskólinn á Hvanneyri. Þessir skólar áttu allir sín blómaskeið en þurftu seinna að berjast fyrir tilveru sinni. Allt of oft hefur verið vegið að þessu merka starfi. Jafnvel þó að eftir því hafi verið tekið að starfsemi þeirra, t.a.m. iðnskóla, hafi ýtt undir fjölgun iðnfyrirtækja í sínum heimabæjum á þeim tíma. Samkvæmt nýlegri spurningakönnun (haust 2010) hefur vægi háskólamenntaðra einstaklinga aukist alls staðar á Vesturlandi frá árinu 2007 og er nú yfir landsmeðaltali á Akranesi, Hvalfirði og í Borgarfirði. Það er ekki sjálfgefið að það hlutfall sé svo hátt. Þetta er jarðvegur sem þarf að rækta. Nútíma samfélagi verður ekki haldið úti á Íslandi ef við flytjum ekki inn vörur og þjónustu. Útflutningur er eina leiðin til að svo megi verða. Ferðaþjónusta, orkufrekur iðnaður og sjávarútvegur eru stundaðar dreift í kringum landið. Þessar greinar afla miklu meira en helmings allra útflutningstekna þjóðarinnar þó vaxtasprotar séu í fleiri greinum. Þá byggir afkoma þjónustugreina á afkomu útflutningsgreina og annarra frumvinnslugreina. Landbúnaður er dæmi um frumvinnslugrein sem er í sára litlum útflutningi. Þjónustugreinar eru nauðsynlegar öllum atvinnugreinum. Þær eru eins og olía á gangverkið. Höfuðborgarsvæðið er móðir allrar þjónustu. Það er eðli og hlutverk borga, einkum höfuðborga. Þess vegna þrífast landsbyggðin og höfuðborgin hver á annarri þó svo annað mætti stundum halda af þjóðfélagsumræðunni. Landsbyggðin er í þessum skilningi bakhjarl höfuðborgarsvæðisins og höfuðborgarsvæðið útherji landsbyggðarinnar. Það er ekki lífvænlegt ef menn grafa undan bakhjörlum sínum. Þess vegna verða stjórnvöld að fara mjög varlega í aðgerðir sem höggva nærri undirstöðum landsbyggðarinnar. Sjúkrahús, skólar og samgöngur eru dæmi um undirstöðuþætti í dreifðum byggðum. Því er mikilvægt að draga úr fjarlægð háskóla og atvinnulífs á landsbyggðinni stað þess að auka hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í Borgarfirði hefur þáttur menntamanna og menntastofnana verið athyglisverður og áberandi í gegnum tíðina. Verk Snorra Sturlusonar eru gjarnan tíunduð í þessu samhengi. Þá var athyglisvert skólastarf á Hvítárbakka á 19. öld. Upp úr miðri 20. öld störfuðu 5 skólar á framhaldsskólastigi: Samvinnuskólinn á Bifröst, Iðnskólinn í Borgarnesi, Reykholtsskóli, Húsmæðraskólinn á Varmalandi og Bændaskólinn á Hvanneyri. Þessir skólar áttu allir sín blómaskeið en þurftu seinna að berjast fyrir tilveru sinni. Allt of oft hefur verið vegið að þessu merka starfi. Jafnvel þó að eftir því hafi verið tekið að starfsemi þeirra, t.a.m. iðnskóla, hafi ýtt undir fjölgun iðnfyrirtækja í sínum heimabæjum á þeim tíma. Samkvæmt nýlegri spurningakönnun (haust 2010) hefur vægi háskólamenntaðra einstaklinga aukist alls staðar á Vesturlandi frá árinu 2007 og er nú yfir landsmeðaltali á Akranesi, Hvalfirði og í Borgarfirði. Það er ekki sjálfgefið að það hlutfall sé svo hátt. Þetta er jarðvegur sem þarf að rækta. Nútíma samfélagi verður ekki haldið úti á Íslandi ef við flytjum ekki inn vörur og þjónustu. Útflutningur er eina leiðin til að svo megi verða. Ferðaþjónusta, orkufrekur iðnaður og sjávarútvegur eru stundaðar dreift í kringum landið. Þessar greinar afla miklu meira en helmings allra útflutningstekna þjóðarinnar þó vaxtasprotar séu í fleiri greinum. Þá byggir afkoma þjónustugreina á afkomu útflutningsgreina og annarra frumvinnslugreina. Landbúnaður er dæmi um frumvinnslugrein sem er í sára litlum útflutningi. Þjónustugreinar eru nauðsynlegar öllum atvinnugreinum. Þær eru eins og olía á gangverkið. Höfuðborgarsvæðið er móðir allrar þjónustu. Það er eðli og hlutverk borga, einkum höfuðborga. Þess vegna þrífast landsbyggðin og höfuðborgin hver á annarri þó svo annað mætti stundum halda af þjóðfélagsumræðunni. Landsbyggðin er í þessum skilningi bakhjarl höfuðborgarsvæðisins og höfuðborgarsvæðið útherji landsbyggðarinnar. Það er ekki lífvænlegt ef menn grafa undan bakhjörlum sínum. Þess vegna verða stjórnvöld að fara mjög varlega í aðgerðir sem höggva nærri undirstöðum landsbyggðarinnar. Sjúkrahús, skólar og samgöngur eru dæmi um undirstöðuþætti í dreifðum byggðum. Því er mikilvægt að draga úr fjarlægð háskóla og atvinnulífs á landsbyggðinni stað þess að auka hana.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar