Lífið

Playboy-tímaritið komið í þrívídd

Fyrirsætan Hope Dworaczyk prýðir forsíðu blaðsins en myndir af henni inni í blaðinu voru teknar í þrívídd.
Fyrirsætan Hope Dworaczyk prýðir forsíðu blaðsins en myndir af henni inni í blaðinu voru teknar í þrívídd.
„Það eru allir vitlausir í þrívídd í dag. En auðvitað vilja þeir helst sjá naktar píur," segir Hugh Hefner, stofnandi tímaritsins Playboy.

Á föstudaginn kemur út árlegt Playmate of the Year-hefti tímaritsins. Þar var fyrirsætan Hope Dworaczyk valin og aðalmyndirnar af henni, sem eru meðal annars í aðalopnu blaðsins, teknar með þrívíddarljósmyndavélum. Með blaðinu fylgja svo þrívíddargleraugu.

Playboy hefur verið duglegt að brydda upp á nýjungum upp á síðkastið. Til að mynda var teiknimyndapersónan Marge Simpson á forsíðunni og á mynd í opnunni í fyrra. Ástæðan fyrir þessum uppákomum er að sala á tímaritinu hefur dottið úr þremur og hálfri milljón eintaka í eina og hálfa milljón eintaka á fjórum árum.

Hefner tekur síðan fram að auk þrívíddarmyndanna sé fjöldinn allur af hefðbundnum myndum af fyrirsætunni. Hann segir það líka miklu betra að skoða klám í tímaritum en á tölvum. „Þetta er ekki eins og tölvumyndir. Þú getur haldið á þessum, eða jafnvel stungið þeim undir dýnuna," segir hann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.