Lífið

Hjaltalín og Sinfó bæta við þriðju tónleikunum

Ætli sala á þriðju tónleika Hjaltalín með Sinfó fari sömu leið og þau bæti fjórðu tónleikunum við?
Ætli sala á þriðju tónleika Hjaltalín með Sinfó fari sömu leið og þau bæti fjórðu tónleikunum við?

 

Miðasala á tónleika Hjaltalín og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíó hefur farið fram úr björtustu vonum. Í fyrstu var ráðgert að halda eina tónleika 16. júní en þegar þeir seldust nánast upp á mettíma var aukatónleikum bætt við 18. júní.

Það sama gerðist í miðasölu á aukatónleika. Miðarnir ruku út og aðeins örfá sæti eru eftir. Því er búið að bæta við þriðju tónleikunum og verða þeir haldnir laugardagskvöldið klukkan 20. Miðar á tónleikana eru nú komnir í sölu hér á vef Sinfóníuhljómsveitarinnar.

Þessa dagana sitja liðsmenn sveitarinnar sveittir við að útsetja lögin fyrir stóra sinfóníuhljómsveit með öllu tilheyrandi. Flutt verða lög af báðum plötum sveitarinnar, Sleepdrunk Seasons og Terminal, ásamt frumsömdu efni Hjaltalín fyrir þetta tilefni.

 

Hátt í 100 manns verða á sviðinu í Háskólabíó þessi kvöld þannig að búast má við kraftmiklum og litríkum tónleikum.

Hér er myndband við lagið Traffic Music af fyrri plötu Hjaltalín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.