Lífið

Þegir frekar og klappar hundunum sínum

Mickey Rourke ber ekki mikla virð­ingu fyrir leikarastéttinni í dag. Nordicphotos/getty
Mickey Rourke ber ekki mikla virð­ingu fyrir leikarastéttinni í dag. Nordicphotos/getty

Leikarinn Mickey Rourke segist hafa jafn gaman af því að leika í ódýrum óháðum kvikmyndum og í stórmyndum, en hann fer með hlutverk illmennisins Ivans Vanko í kvikmyndinni Iron Man 2. „Sumar óháðar myndir geta orðið einum of listrænar, það þarf ekki alltaf að taka allt svo alvarlega. Stundum vill fólk bara setjast niður, horfa á kvikmynd og gleyma dagsins amstri."

Rourke segir mikil þægindi fylgja því að leika í stórmyndum og þar sé stjanað við leikarana. „Þegar ég lék í The Wrestler þá var ekki einu sinni stóll fyrir mig að sitja á. Fyrsta daginn minn við tökur á Iron Man 2 spurði ég starfsmann hvort ég gæti fengið kaffibolla og hann svaraði um hæl: Hvers konar kaffi má bjóða þér?"

Rourke ber að eigin sögn litla virðingu fyrir leikurum í dag. „Þú þarft ekki einu sinni að vera hæfileikaríkur til að verða stórstjarna. Ég ber litla virðingu fyrir flestum leikurum í dag og einu sinni lét ég þá vita af því. En núna þá þegi ég frekar og klappa hundunum mínum."

Hér er viðtal við Mickey Rourke um karakterinn Whiplash í Iron Man 2 og æfingar hans fyrir myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.