Geymir Emmy-styttuna á píanóinu heima 17. maí 2010 10:30 Skarphéðinn S. Héðinsson hefur starfað fyrir Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypuna í sex ár. Keflvíkingurinn Skarphéðinn S. Héðinsson er háttsettur innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar. Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2006 og hefur nýlokið við þróun forrits fyrir iPad-græjuna. Skarphéðinn flutti til Seattle í Bandaríkjunum árið 1991 til að læra tölvunarfræði og hefur ílengst þar í landi allar götur síðan. Núna býr hann skammt fyrir utan Los Angeles ásamt bandarískri eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann er yfirmaður innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar og undir honum starfa um það bil sextíu manns. Aðspurður segist Skarphéðinn hafa verið heppinn á ferli sínum og er ánægður með hversu vel hefur gengið. "Ég sækist frekar eftir vinnu sem ég hef áhuga á og svo kemur allt hitt á eftir," segir hann hógvær. Áður er hann réði sig til Disney og ABC árið 2004 starfaði hann sem yfirmaður þróunardeildar hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni. Þróaði hann tæknina á bak við fótboltasíðuna vinsælu Soccernet.com ásamt samstarfsfólki sínu og kom henni í raun á laggirnar árið 2000. "Mér fannst þetta voða gaman því ég er mikill fótboltaáhugamaður," segir Skarphéðinn, sem er staddur hér á landi í stuttu fríi. Í starfi sínu hjá Disney og ABC vinnur hann við stafræna dreifingu á sjónvarpsefni þannig að fólk geti ekki bara horft á það í sjónvarpinu heldur líka á netinu án nokkurra vandkvæða, með aðstoð tölvu eða síma. "Þetta er ofboðslega stökkbreytt umhverfi í dag því neyslan er að breytast hjá fólki," segir Skarphéðinn. ABC-fyrirtækið eyðir miklum peningum í framleiðslu sjónvarpsþátta á borð við Grey´s Anatomy, Lost og Desperate Housewifes og með breyttu áhorfsmynstri á slíka þætti þarf Skarphéðinn að sjá til þess að peningar náist aftur inn í fyrirtækið í gegnum net-áhorf. Til dæmis var ABC frumkvöðull í að bjóða sjónvarpsþætti ókeypis á heimasíðu sinni, gegn því að fólk horfði á auglýsingarnar sem fylgdu með. Þetta uppátæki hitti rækilega í mark og fékk Skarphéðinn og teymi hans hin virtu Emmy-verðlaun fyrir það starf. Styttuna glæsilegu geymir hann uppi á píanóinu heima hjá sér. Hann hefur nýlokið svipuðu starfi í tengslum við nýju iPad-tölvuna svo að almenningur eigi auðvelt með að sjá hina vinsælu sjónvarpsþætti ABC í gegnum hana. "Við læstum okkur tólf saman inni í fimm vikur og keyrðum okkur út til að ákveða hvernig Disney gæti notað tölvuna. Þetta var lítill hópur en mjög einbeittur," segir hann. "Núna er hægt að nálgast forritið okkar ókeypis og horfa síðan á sjónvarpsefni í gegnum það." Þessi mikla vinna skilaði sér ríkulega því fyrsta mánuðinn voru streymdir 1,5 milljónir þátta í gegnum iPadinn. Skarphéðinn kynntist Steve Jobs, eiganda Apple og stærsta einstaklingseiganda að hlutabréfum í Disney, lítillega í tengslum við verkefnið og hitti hann einmitt á dögunum ásamt samstarfsfólki sínu. "Hann tók í höndina á okkur og þakkaði okkur fyrir góð störf. Það var mikil upplifun fyrir starfsfólkið að fá þetta beint frá honum." freyr@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Keflvíkingurinn Skarphéðinn S. Héðinsson er háttsettur innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar. Hann hlaut Emmy-verðlaun árið 2006 og hefur nýlokið við þróun forrits fyrir iPad-græjuna. Skarphéðinn flutti til Seattle í Bandaríkjunum árið 1991 til að læra tölvunarfræði og hefur ílengst þar í landi allar götur síðan. Núna býr hann skammt fyrir utan Los Angeles ásamt bandarískri eiginkonu sinni og tveimur börnum. Hann er yfirmaður innan tæknideildar Disney- og ABC-sjónvarpssamsteypunnar og undir honum starfa um það bil sextíu manns. Aðspurður segist Skarphéðinn hafa verið heppinn á ferli sínum og er ánægður með hversu vel hefur gengið. "Ég sækist frekar eftir vinnu sem ég hef áhuga á og svo kemur allt hitt á eftir," segir hann hógvær. Áður er hann réði sig til Disney og ABC árið 2004 starfaði hann sem yfirmaður þróunardeildar hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni. Þróaði hann tæknina á bak við fótboltasíðuna vinsælu Soccernet.com ásamt samstarfsfólki sínu og kom henni í raun á laggirnar árið 2000. "Mér fannst þetta voða gaman því ég er mikill fótboltaáhugamaður," segir Skarphéðinn, sem er staddur hér á landi í stuttu fríi. Í starfi sínu hjá Disney og ABC vinnur hann við stafræna dreifingu á sjónvarpsefni þannig að fólk geti ekki bara horft á það í sjónvarpinu heldur líka á netinu án nokkurra vandkvæða, með aðstoð tölvu eða síma. "Þetta er ofboðslega stökkbreytt umhverfi í dag því neyslan er að breytast hjá fólki," segir Skarphéðinn. ABC-fyrirtækið eyðir miklum peningum í framleiðslu sjónvarpsþátta á borð við Grey´s Anatomy, Lost og Desperate Housewifes og með breyttu áhorfsmynstri á slíka þætti þarf Skarphéðinn að sjá til þess að peningar náist aftur inn í fyrirtækið í gegnum net-áhorf. Til dæmis var ABC frumkvöðull í að bjóða sjónvarpsþætti ókeypis á heimasíðu sinni, gegn því að fólk horfði á auglýsingarnar sem fylgdu með. Þetta uppátæki hitti rækilega í mark og fékk Skarphéðinn og teymi hans hin virtu Emmy-verðlaun fyrir það starf. Styttuna glæsilegu geymir hann uppi á píanóinu heima hjá sér. Hann hefur nýlokið svipuðu starfi í tengslum við nýju iPad-tölvuna svo að almenningur eigi auðvelt með að sjá hina vinsælu sjónvarpsþætti ABC í gegnum hana. "Við læstum okkur tólf saman inni í fimm vikur og keyrðum okkur út til að ákveða hvernig Disney gæti notað tölvuna. Þetta var lítill hópur en mjög einbeittur," segir hann. "Núna er hægt að nálgast forritið okkar ókeypis og horfa síðan á sjónvarpsefni í gegnum það." Þessi mikla vinna skilaði sér ríkulega því fyrsta mánuðinn voru streymdir 1,5 milljónir þátta í gegnum iPadinn. Skarphéðinn kynntist Steve Jobs, eiganda Apple og stærsta einstaklingseiganda að hlutabréfum í Disney, lítillega í tengslum við verkefnið og hitti hann einmitt á dögunum ásamt samstarfsfólki sínu. "Hann tók í höndina á okkur og þakkaði okkur fyrir góð störf. Það var mikil upplifun fyrir starfsfólkið að fá þetta beint frá honum." freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira