Rappaði í spinning-tíma 18. maí 2010 11:15 „Þau voru alveg að fíla þetta, sérstaklega píurnar,“ segir Erpur um viðtökurnar í World Class. Þátttakendur í hádegisspinning í World Class í Laugum fengu óvæntan glaðning á dögunum þegar tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarsson skaut upp kollinum og rappaði nokkur lög fyrir mannskapinn. „Ég bara mætti þarna í spinningtíma um hádegi, rappaði nokkur vel valin lög fyrir mannskapinn og kvaddi," segir Erpur, sem kom fram að beiðni samstarfsmanns síns og félaga til margra ára Atla Rúnars Hermannssonar sem hefur verið að þeyta skífum í spinning tímum í World Class í Laugum í vetur. „Maður hefur verið að taka klúbbavinkilinn á þetta, svona þétta keyrslu með góðu bíti og ég vinn náið með kennurunum, sem gefa merki eftir því hvort eigi að hraða eða hægja á tónlistinni," segir Atli og bætir við að heimsókn Erps hafi verið vel tekið. Rapparinn samsinnir því. „Þau voru alveg að fíla þetta, sérstaklega píurnar. Þetta var svolítið eins og að koma fram á hip hop giggi, þar sem allir hreyfðust auðvitað sjálkrafa taktfast." Þetta er í fyrsta sinn sem Erpur treður upp á líkamsræktarstöð. Hann segist þó vera öllu vanur til dæmis hafi hann í gegnum tíðina spilað á Litla-Hrauni, í barna-afmælum, á kvennakvöldum, í afmæli hjá presti, þar sem hann var beðinn um að fara með allar sínar klámfengnustu rímur, og auk þess komið fram með Sollu stirðu. „Í síðustu viku rappaði ég síðan í þrítugsafmælinu hjá honum Glysnigga, eins og ég kalla Gillzenegger. Það var mjög fyndið, þú veist, fullt af svona aflituðum körlum sem sofa í ljósabekkjum." Erpur útilokar því ekki að hann muni einhvern tímann taka aftur lagið í spinning-tíma hjá dj Atla félaga sínum. „Ekki málið, ég er alveg til í þetta allt saman. Það er enginn óhultur," segir hann og glottir og Atli segðist hafa gaman af því að fá félagann aftur í heimsókn við eitthvert gott tækifæri. En eru drengirnir duglegir að taka á því í ræktinni. „Já, já, ég er að æfa á fullu, lyfta og þess háttar," segir Atli. Erpur hugsar sig um. „Það er nú eitthvað minna um það. Ég var á kafi í sundi og siglingum þegar ég var yngri, það var nú alveg helvíti gott en menn hreyfa sig núna bara þegar þeir nenna." roald@frettabladid.is Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Þátttakendur í hádegisspinning í World Class í Laugum fengu óvæntan glaðning á dögunum þegar tónlistarmaðurinn Erpur Eyvindarsson skaut upp kollinum og rappaði nokkur lög fyrir mannskapinn. „Ég bara mætti þarna í spinningtíma um hádegi, rappaði nokkur vel valin lög fyrir mannskapinn og kvaddi," segir Erpur, sem kom fram að beiðni samstarfsmanns síns og félaga til margra ára Atla Rúnars Hermannssonar sem hefur verið að þeyta skífum í spinning tímum í World Class í Laugum í vetur. „Maður hefur verið að taka klúbbavinkilinn á þetta, svona þétta keyrslu með góðu bíti og ég vinn náið með kennurunum, sem gefa merki eftir því hvort eigi að hraða eða hægja á tónlistinni," segir Atli og bætir við að heimsókn Erps hafi verið vel tekið. Rapparinn samsinnir því. „Þau voru alveg að fíla þetta, sérstaklega píurnar. Þetta var svolítið eins og að koma fram á hip hop giggi, þar sem allir hreyfðust auðvitað sjálkrafa taktfast." Þetta er í fyrsta sinn sem Erpur treður upp á líkamsræktarstöð. Hann segist þó vera öllu vanur til dæmis hafi hann í gegnum tíðina spilað á Litla-Hrauni, í barna-afmælum, á kvennakvöldum, í afmæli hjá presti, þar sem hann var beðinn um að fara með allar sínar klámfengnustu rímur, og auk þess komið fram með Sollu stirðu. „Í síðustu viku rappaði ég síðan í þrítugsafmælinu hjá honum Glysnigga, eins og ég kalla Gillzenegger. Það var mjög fyndið, þú veist, fullt af svona aflituðum körlum sem sofa í ljósabekkjum." Erpur útilokar því ekki að hann muni einhvern tímann taka aftur lagið í spinning-tíma hjá dj Atla félaga sínum. „Ekki málið, ég er alveg til í þetta allt saman. Það er enginn óhultur," segir hann og glottir og Atli segðist hafa gaman af því að fá félagann aftur í heimsókn við eitthvert gott tækifæri. En eru drengirnir duglegir að taka á því í ræktinni. „Já, já, ég er að æfa á fullu, lyfta og þess háttar," segir Atli. Erpur hugsar sig um. „Það er nú eitthvað minna um það. Ég var á kafi í sundi og siglingum þegar ég var yngri, það var nú alveg helvíti gott en menn hreyfa sig núna bara þegar þeir nenna." roald@frettabladid.is
Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“