Það var blaðið Sunday Times sem útbjó listann, þar sem Seabear er líkt við bandaríska tónlistarmanninn Sufjan Stevens og kanadísku hljómsveitina Arcade Fire. Seabear er á tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, We Built A Fire, sem hefur fengið góðar viðtökur.
Hljómsveitin spilar stíft á tónleikaferðinni. Í gærkvöldi hélt hún tónleika í London, í kvöld er það Bristol. Svo Nottingham á morgun, París á fimmtudag og föstudag og Holland á laugardag.
Hér má sjá myndband við lagið I'll Build You A Fire af nýju plötunni. Máni Sigfússon leikstýrði því.